Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari Badmintonsambandsins hafa valið hópinn sem fer í North Atlantic æfingabúðirnar sem að þessu sinni eru haldnar á Íslandi. Búðirnarverða dagana 20. - 26. júlí á Akranesi en afrekskrakkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi í aldurshópum U13-U17 voru valdir til þátttöku. North Atlantic Camp eru nú haldnar í tíunda sinn.
Íslenska hópinn skipa: Máni Berg Ellertsson ÍA
Einar Óli Guðbjörnsson TBR
Daníel Máni Einarsson TBR
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH
Sigurbjörg Árnadóttir TBR
María Rún Ellertsdóttir ÍA
Davíð Örn Harðarson ÍA
Brynjar Már Ellertsson ÍA
Þjálfaranámskeið verður haldið á sama tíma og sama stað. Íslenskir þjálfarar fara á námskeiðið og er verið að klára þau mál. Þeir aðilar verða jafnframt liðsstjórar íslenska hópsins. Ef fleiri þjálfarar hafa áhuga á að taka þátt þá er viðkomanda frjálst að hafa samband við Kjartan hjá Badmintonsambandinu (kjartan@badminton.is).
Yfirþjálfari æfingabúðanna verður Mads Mousing Grill frá Danmörku en hann er yfirþjálfari hjá Christiansbjerg í Danmörku. Jafnframt því er hann að þjálfa í Aarhus AB og líka í Viby BK í Svíþjóð.