top of page
Search
bsí

Íslensku keppendurnir standa sig vel í Litháen


Yonex Lithuanian International 2018 hófst í gær á forkeppni mótsins. Sjö íslenskir keppendur taka þátt í mótinu.

Arna Karen Jóhannsdóttir

Sigríður Árnadóttir

Þórunn Eylands Harðardóttir

Daníel Jóhannesson

Davíð Bjarni Björnsson

Kristófer Darri Finnsson

Róbert Ingi Huldarsson

Keppni hófst í gær þar sem keppt var í forkeppni í einliðaleik karla og kvenna. Í einliðaleik karla kepptu Daníel, Kristófer og Róbert. Daníel Jóhanesson lék gegn Egor Kurdyukov frá Rússlandi og fór svo að Egor vann Daníel 21-14 og 21-12. Róbert Ingi spilaði gegn Oleksandr Kolesnik frá Úkraínu og þurfti að játa sig sigraðan 14-12 og 17-21. Kristófer spilað gegn þjóðverjanum Julien Carraggi og fór sá leikur oddalotu. Julien vann þann leik 21-10, 15-21 og 21-13. Í forkeppni í einliðaleik kvenna kepptu allar íslensku stelpurnar. Arna Karen mætti dönsku stelpunni Amalie Schulz í fyrstu umferð. Amalie vann Örnu Karen 21-15 og 21-12. Í fyrstu umferð keppti Sigríður geng Anastasiu Zintsidou frá Kýpur og sigraði Sigríður 21-19 og 21-18 og fór hún því áfram í aðra umferð þar sem hún mætti Rebeccu Kuhl frá Svíþjóð. Var sá leikur mjög jafn líkt og fyrri leikur Sigríðar en að lokum vann Rebecca 24-22 og 21-19. Þórunn Eylands mætti í fyrstu umferð Liana Lencevica frá Lettlandi og var sá leikur mjög jafn og fór í þrjár lotur sem endaði á íslenskum sigri Þórunnar 21-15, 19-21 og 21-16. Í annarri umferð mætti Þórunn Alenu Iakovleva frá Rússlandi og þurfti Þórunn að játa sig sigraða 21-13 og 21-14.

Nú í dag kepptu Davíð Bjarni og Arna Karen í forkeppni í tvenndarleik. Stóð sá leikur yfir í 45 mín og fór í oddalotu. Þau léku gegn rússunum Mikhail Lavrikov og Anastasiiu Shapovalovu. Fór svo að rússarnir höfðu betur 21-18, 21-23 og 21-16.

Seinna í dag hefst keppni í aðalkeppninni tvíliða- og tvenndarleik. Þar munu keppa 5 íslensk pör. Í tvíliðaleik karla keppa Davíð Bjarni / Kristófer og Daníel / Róbert Ingi. Í tvíliðaleik kvenna keppa Arna Karen / Sigríður og í tvenndarleik keppa Kristófer / Þórunn og Daníel / Sigríður.

Hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.


165 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page