top of page
Search
bsí

Íslensku keppendurnir úr leik í Lettlandi


Arna Karen Jóhannsdóttir

Allir íslensku keppendurnir hafa lokið keppni í Yonex Latvia International 2018 mótinu.

Daníel Jóhannesson og Kristófer Darri Finnsson kepptu í forkeppninni í einliðaleik karla. Daníel spilaði gegn Philip Illum Klindt frá Danmörku og tapaði 7-21 og 16-21. Kristófer tapaði gegn Filip Budzel frá Tékklandi 14-21 og 19-21. Allar íslensku stelpurnar fóru einnig í forkeppnina í einliðaleik kvenna. Sigríður Árnadóttir mætti Anastasiu Shapaovlova frá Rússlandi í fyrstu umferð forkeppninnar og lauk þeim leik með sigri Anastasiu 21-12 og 21-7. Þórunn Eylands Harðardóttir keppti einnig í fyrstu umferð gegn Theresa Isenberg frá Þýskalandi og tapaði 8-21 og 9-21. Arna Karen Jóhannsdóttir sat hjá í fyrstu umferð en í þeirri annarri mætti hún Theresu Isenberg, líkt og Þórunn. Therese vann einnig þá viðureign 23-21 og 21-17.

Bæði íslensku pörin í tvíliðaleik karla fóru beint inn í aðalkeppnina. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson spiluðu í fyrstu umferð (32 liða úrslit) gegn dönunum Andreas Bogebjerg og Jonas Jæger sem unnu sig inn í aðalkeppnina með því vinna tvo leiki í forkeppninni. Andreas og Jonas unnu þá Davíð og Kristófer 21-15 og 21-11. Daníel Jóhannesson og Róbert Ingi Huldarsson sátu hjá í fyrstu umferð og fóru því beint í 16 liða úrslit. Þar mættu þeir einnig þeim Andreas og Jonas. Daníel og Róbert þurftu einnig að játa sig sigraða líkt og Davíð og Kristófer gegn dönunum. Andreas og Jonas unnu þennan leik 21-14 og 23-21.

Í tvíliðaleik kvenna kepptu Sigríður Árnadóttir og Þórunn Eylands Harðardóttir. Þær fóru líkt og strákarnir beint inn í aðalkeppni mótsins. Í fyrstu umferð mættu þær Vytaute Fokinaite og Gerdu Voitechovskaja frá Litháen. Sigríður og Þórunn lutu í lægra haldi í tveimur lotum, 15-21 og 13-21.

Í tvenndarleiknum tóku þrjú íslensk pör þátt. Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir kepptu í forkeppninni. Þar mættu þau frökkunum Thomas Baures og Vimala Heriau. Davíð og Arna töpuðu þeim leik 24-26 og 12-21. Kristófer Darri Finnsson og Þórunn Eylands Harðardóttir fór beint inn í aðalkeppni mótsins. Þar lentu þau gegn parinu sem var raðað nr. 1 inn í mótið en það voru þau Pawel Smilowski og Magdalena Swierczynska frá Póllandi. Kristófer og Þórunn urðu að játa sig sigruð 17-21 og 11-21. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir sem einnig komust beint inn í aðalkeppni mótsins í tvenndarleik mættu Georgil Karpov og Anastasiu Kurdyukovu frá Rússlandi. Daníel og Sigríður þurftu einnig að játa sig sigruð 7-21 og 16-21.

Hópurinn heldur nú í dag til Litháen þar sem hann mun keppa á Yonex Lithuanian International 2018. Mótið þar hefst fimmtudaginn 7.júní. Fram að þeim tíma mun hópurinn æfa undir handleiðslu Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara sem er með hópnum.

Öll nánari úrslit úr Lettneska mótinu má finna með því að smella hér.

Niðurröðun og tímasetninga fyrir Yonex Lithuanian mótið má finna með því að smella hér.


47 views0 comments
bottom of page