top of page
Search
bsí

Sjö íslenskir keppendur taka þátt í Alþjóðlegum mótum í Lettlandi og Litháen


Daníel Jóhannesson

Stærstur hluti Afrekshóps Badmintonsambands Íslands auk þriggja keppenda úr framtíðarhóp sambandsins er nú á leið til Lettlands þar sem þau taka þátt í Yonex Latvia International 2018 mótinu.

Íslensku keppendurnir eru :

Úr Afrekshóp

Daníel Jóhannesson

Davíð Bjarni Björnsson Kristófer Darri Finnsson

Sigríður Árnadóttir

Úr Framtíðarhóp

Arna Karen Jóhannsdóttir

Róbert Ingi Huldarsson

Þórunn Eylands Harðardóttir

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari fer með hópnum.

Alþjóðlega lettneska mótið hefst fimmtudaginn 31.maí með leikjum í forkeppnum greinanna. Daníel Jóhannesson og Kristófer Darri Finnsson taka þátt í forkeppninni í einliðaleik karla. Allar íslensku stelpurnar taka einnig þátt í forkeppninni í einliðaleik kvenna. Öll íslensku pörin í tvíliðaleik karla og kvenna fóru beint inn í aðalkeppni mótsins. Í tvenndarleiknum keppa Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir í forkeppninni en Kristófer Darri Finnsson / Þórunn Eylands og Daníel Jóhannesson / Sigríður Árnadóttir fóru beint inn í aðalkeppnina.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Yonex Latvia International 2018.

Róbert Ingi Huldarsson, Arna Karen Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari

Eftir mótið fara keppendurnir beint til Litháen og taka þar þátt í Yonex Lithuanian International 2018. Sólveig Jónsdóttir er dómari á mótinu.

Mótið þar hefst 7.júní með leikjum í forkeppnum greinanna. Allir íslensku keppendurnir taka þátt í forkeppninni í einliðaleik að undanskyldum Davíð Bjarna en hann keppir ekki í einliðaleik. Öll íslensku pörin í tvíliðaleik karla og kvenna fóru beint inn í aðalkeppni mótsins. Í tvenndarleiknum keppa Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir í forkeppninni en Kristófer Darri Finnsson / Þórunn Eylands og Daníel Jóhannesson / Sigríður Árnadóttir fóru beint inn í aðalkeppnina.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Yonex Lithuanian International 2018.

Bæði mótin eru hluti af Future Series mótaröðinni sem gefa stig á heimslistann.

Þórunn Eylands


234 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page