top of page
Search
bsí

Nordic Camp 2018


Badmintonsambönd Norðurlandanna hafa um árabil haldið æfingabúðir árlega sem kallast Nordic Camp. Hverju landi er boðið að senda sex þátttakendur úr aldursflokknum U15/U17 á hverju ári. Einnig geta löndin sent þjálfara á námskeið sem er haldið samhliða æfingabúðunum. Í ár er smá breyting á þar sem Svíþjóð og Finnland munu ekki senda þátttakendur. Vegna þessa býðst Íslandi, Noregi og Færeyjum að senda fleiri þátttakendur. Í ár verða Nordic Camp búðirnar haldnar í Þórshöfn, Færeyjum. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið þátttakendur fyrir Íslands hönd. Fyrir valinu urðu :

Steinar Petersen TBR

Eiríkur Tumi Bríem TBR

Gabríel Ingi Helgason BH

Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

Gústav Nilsson TBR

Steinþór Emil Svavarsson BH

Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR

Miðað við upplifun leikmanna og þjálfara undanfarin ár á hópurinn von á skemmtilegum æfingabúðum og góðri þjálfun.

Nordic Camp fer fram dagana 3.-10. ágúst. Kristófer Darri Finnsson TBR fer á þjálfaranámskeiðið og verður jafnframt fararstjóri hópsins.


119 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page