top of page
Search
bsí

U15 - U19 landsliðið lék í Danmörku um helgina


U15 - U19 landsliðið tók þátt í Danish Junior mótinu í Farum í Danmörku um helgina (19-21.maí). Landsliðið skipuðu :

U15 Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR

Gústav Nilsson TBR Steinþór Emil Svavarsson BH

U17

Halla María Gústafsdóttir BH Katrín Vala Einarsdóttir BH

Andri Broddason TBR

Brynjar Már Ellertsson ÍA

U19

Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH

Þórunn Eylands TBR Elís Þór Dansson TBR Eysteinn Högnason TBR

Ferðin var vel heppnuð í alla staði. Komið var til Danmerkur snemma á föstudeginum (18.maí) og var farið beint á keppnisstað þar sem hópurinn tók létta æfingu áður en allir komu sér fyrir í gistiaðstöðunni. Fyrstu leikir íslenska hópsins byrjuðu ekki fyrr en seinnipart laugardagsins svo að hópurinn var úthvíldur fyrir mótið. U17 og U19 hópurinn spilaði í höllinni í Værlose þar sem hitastigið var mikið enda mjög gott veður í Danmörku þessa dagana.

Spilað var í riðlum í einliðaleik en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik.

U15 - M : Júlíana Karitas vann alla sína leiki í einliðaleik í riðlinum og komst í 8 manna úrslit. Þar tapaði hún gegn Sögu Persson frá Svíþjóð. Ragnheiður Birna, Gústav og Steinþór komust ekki upp úr sínum riðlum en spiluðu öll mjög jafna og skemmtilega leiki. Bæði Steinþór / Ragnheiður og Gústav / Júlíana unnu í fyrstu umferð í tvenndarleiknum. Steinþór og Ragnheiður töpuðu svo í gríðarlega jöfnum leik gegn dönsku pari 21-19, 24-26 og 19-21. Sama var uppi á teningnum hjá Gústav og Júlíönu en þeirra leikur var einnig mjög spennandi en fór svo þau þurftu að játa sig sigrup 21-15, 19-21 og 22-24.

Steinþór og Gústav spiluðu svo saman í tvíliðaleik og unnu í fyrstu umferð eftir oddalotu. Í annarri umferð töpuðu þeir svo í oddalotu 21-19, 12-21 og 14-21.

Júlíana og Ragnheiður fengu sinn leik gefinn í fyrstu umferð. Í næstu umferð mættu þær sænskum stelpum og töpuðu 10-21 og 13-21.

U17 / U19 - M :

Einliðaleikirnir hjá strákunum og stelpunum voru mjög jafnir. Allir íslensku spilararnir í U17/U19 unnu 1-2 leiki hver í einliðaleiknum. Engin/n komst þó upp úr sínum riðli. Eysteinn og Sólrún töpuðu eftir oddalotu í tvenndarleik, fyrstu umferð, 21-17, 15-21 og 16-21. Elís og Þórunn unnu sinn leik í fyrstu umferð 12-21, 21-19 og 21-16. Þau töpuðu í næstu umferð gegn dönsku pari.

Brynjar og Katrín töpuðu sínum tvenndarleik 12-21 og 10-21. Andri og Halla unnu sinn leik í fyrstu umferð 21-16 og 21-12 en þurftu að játa sig sigruð í næstu umferð.

Katrín og Þórunn spiluðu svo saman í tvíliðaleik kvenna og töpuðu eftir hörku leik 21-11, 18-21 og 18-21.

Halla og Sólrún töpuðu einnig sínum leik eftir mjög jafnar tvær lotur 24-26 og 17-21.

Brynjar og Andri spiluðu gegn Svíum í fyrstu umferð tvíliðaleik karla. Þeir spiluðu mjög jafnan leik en töpuðum á endanum í tveimur lotum 18-21 og 20-22. Eysteinn og Elís unnu sinn fyrsta leik eftir oddalotu 17-21, 21-17 og 21-17. Í átta-liða úrslitum töpuðu þeir fyrir sterku dönsku pari 21-23 og 13-21.

Kristinn Ingi Guðjónsson og Kristófer Darri Finnsson fóru sem þjálfarar og farastjórar með hópnum. Þjálfarar ferðarinnar voru virkilega ánægðir með hópinn sem fékk mjög gott spil út úr þessu móti eins og sjá má á úrslitunum.

Hægt er að skoða öll nánari úrslit með því að smella hér.


228 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page