Kári Gunnarsson komst áfram í gegnum undankeppnina í Slóveníu með því að vinna Blagovest Kisyov frá Búlgaríu 21-16 og 21-17 í mjög spennandi leik. Kári átti fyrst að keppa gegn Hin Shun Wong frá Englandi en sá leikur var ekki spilaður þar sem Wong fékk sæti beint í aðalkeppnina eftir að leikmaður þar þurfti að draga sig úr mótinu.
Kári keppir kl 09:35 í aðalkeppninni og mætir þar Phone Pyae Naing frá Myanmar. Naing ,sem stendur í 499.sæti heimslistans, vann sig líkt og Kári inn í aðalkeppnina í gær.