top of page
Search
bsí

Kári vann örugglega fyrsta leik


Kári Gunnarsson var nú rétt í þessu að ljúka leik sínum gegn Dani Klancar frá Slóveníu en þetta var fyrsti leikur Kára í undankeppninni á FZ Forza Slovenia International.

Sigraði Kári þennan leik með miklum yfirburðum 21-5 og 21-7 og er því kominn í aðra umferð. Þar mun hann mæta Hin Shun Wong frá Englandi sem er sem stendur í sæti 264 á heimslistanum. Kári er í 365.sæti heimslistans.

Fer þessi leikur fram í hádeginu í dag.

Badminton Europe sýnir beint frá velli 1 á mótinu en hægt er að horfa með því að smella hér.

Einnig er hægt að fylgjast með úrslitum hér.


119 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page