top of page
Search
bsí

Kári úr leik á EM


Kári Gunnarsson var nú rétt í þessu að ljúka leik sínum á Evrópumeistaramótinu. Kári lék gegn Nhat Nguyen og þurfti að játa sig sigraðan.

Fyrri lotan var jöfn framan af og var Kári yfir 16-15 en tapaði þeirri lotu 16-21. Seinni lotan var öllu sveiflukenndari en jafnt var í 4-4. Nhat komst í stöðuna 5-9 en Kári jafnaði hann og komst yfir 11-9. Nhat náði svo að skora 7 stig í röð og komst yfir 11-16. Kári náði þó að minnka muninn en hafði misst andstæðinginn of langt fram úr sér og lauk seinni lotunni 16-21 líkt og þeirri fyrri.

Hefur Kári því lokið leik á Evrópumeistaramótinu.

Næsta verkefni Kára er í Slóveníu en þar tekur hann þátt í FX Forza Slovenia International 2018 sem er hluti af International Series mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 10.-13.maí.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á Evrópumeistaramótinu með því að smella hér.


91 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page