Á ársþingi Evrópska Badmintonsambandsins var það tilkynnt að Peter Gade, Danmörku, væri kominn inn í frægðarhöllina (Hall of Fame) og sameinast þar með Erland Kops, Lene Koppen, Gillian Gilks, Morten Frost og Noru Perry. Peter Gade er fimmfaldur evrópumeistari í einliðaleik karla. Peter Gade var frá árunum 1998-2001 nr 1 á heimslistanum. Hann vann 22 Grand-Prix titla og er einn af þeim sigursælustu í sögu badminton. Árið 2006 endurheimti hann 1.sæti heimslistans í stuttan tíma. Peter Gade hætti keppni á alþjóðlegum mótum 2012.
Hér að neðan má svo sjá hvaða leikmenn voru valdir leikmenn ársins 2017 í sinni grein :
Viktor Axelsen (DENMARK) – BEC Male Player of the Year
Kamilla Rytter Juhl/Christinna Pedersen (DENMARK) – BEC Female Player of the Year
Jack Shephard (ENGLAND) – BEC Para-Badminton Player of the Year
Toma Junior Popov (FRANCE) – BEC Young Player of the Year
Heidi Bender (GERMANY) – BEC Senior Player of the Year
Þá var Kenneth Jonassen (DENMARK) – BEC Coach of the Year