top of page
Search
bsí

Meistaramót Íslands er um helgina


Um helgina fer Meistaramót Íslands í badminton fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Mótið er að flestra mati hápunktur badmintonársins hér á landi enda keppt um Íslandsmeistaratitlana eftirsóttu.

Til keppni eru skráðir 117 leikmenn frá sex félögum. Flestir keppendur koma úr TBR eða 60 en næst fjölmennastir eru BH-ingar sem eru 31 talsins. Aðrir keppendur koma frá Aftureldingu, Hamri, ÍA, KR.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:

Föstudagur kl. 17:30 - 20:30 Fyrstu umferðir mótsins

Laugardagur kl. 10:00 -13:30 Átta liða úrslit kl. 14:00 - 17:00 Undanúrslit

Sunnudagur kl. 11:00 Úrslitaleikir í Meistaraflokki kl. 14:30 Úrslitaleikir í A-, B-, Æðsta- og Heiðursflokki

Nánari tímasetningar og niðurröðun mótsins má finna með því að smella hér.

Badmintonáhugafólk er hvatt til að líta við í TBR um helgina og fylgjast með besta badmintonfólki landsins berjast um Íslandsmeistaratitlana 2018. RÚV sýnir frá úrslitum Meistaramóts Íslands á sunnudeginum og hefst útsending klukkan 11:00.


144 views0 comments
bottom of page