top of page
Search
bsí

Sjö þjálfarar luku 1.stigi þjálfaramenntunar BSÍ


Um helgina luku sjö þjálfarar 1.stigi þjálfaramenntunar BSÍ. 1.stigið samanstendur af þremur 20 kennslustunda námskeiðum, 1a, 1b og 1c sem skiptist niður á þrjár helgar. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Námsefnið sem notast er við á námskeiðunum er Badmintonbókin eftir Kenneth Larsen og leikjasafn sem Anna Lilja Sigurðardóttir tók saman.

Námskeiðin voru haldin bæði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og TBR húsunum við Gnoðarvog í október, febrúar og mars. Á síðustu námskeiðshelginni fóru þjálfararnir í bæði bóklegt og verklegt próf sem allir stóðust með sóma. Kennarar á námskeiðunum voru þær Irena Ásdís Óskarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir en Laufey Sigurðardóttir kenndi leikreglnahluta námskeiðsins.

Þjálfararnir sem luku 1.stiginu um helgina voru eftirfarandi:

Halla María Gústafsdóttir, BH

Hjalti Kristjánsson, Reykjalundi

Katrín Vala Einarsdóttir, BH Kristófer Darri Finnsson, TBR

Sólrún Anna Ingvarsdóttir, BH

Una Hrund Örvar, BH

Þorkell Ingi Eriksson, TBR


143 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page