Um helgina luku sjö þjálfarar 1.stigi þjálfaramenntunar BSÍ. 1.stigið samanstendur af þremur 20 kennslustunda námskeiðum, 1a, 1b og 1c sem skiptist niður á þrjár helgar. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi. Námsefnið sem notast er við á námskeiðunum er Badmintonbókin eftir Kenneth Larsen og leikjasafn sem Anna Lilja Sigurðardóttir tók saman.
Námskeiðin voru haldin bæði í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og TBR húsunum við Gnoðarvog í október, febrúar og mars. Á síðustu námskeiðshelginni fóru þjálfararnir í bæði bóklegt og verklegt próf sem allir stóðust með sóma. Kennarar á námskeiðunum voru þær Irena Ásdís Óskarsdóttir og Anna Lilja Sigurðardóttir en Laufey Sigurðardóttir kenndi leikreglnahluta námskeiðsins.
Þjálfararnir sem luku 1.stiginu um helgina voru eftirfarandi:
Halla María Gústafsdóttir, BH
Hjalti Kristjánsson, Reykjalundi
Katrín Vala Einarsdóttir, BH Kristófer Darri Finnsson, TBR
Sólrún Anna Ingvarsdóttir, BH
Una Hrund Örvar, BH
Þorkell Ingi Eriksson, TBR