top of page
Search
bsí

Landsbankamót ÍA - úrslit


Landsbankamót ÍA fór fram nú um helgina og var þetta síðasta mót fyrir Íslandsmót unglinga sem er dagana 9.-11.mars.

Í einliðaleik U11 snáða var það Arnar Freyr Fannarsson ÍA sem sigraði en hann sigraði Hilmar Veigar Ágústsson ÍA 21-9 og 21-8. Í einliðaleik U11 snótir sigraði Emma Katrín Helgadóttir TBR en hún vann Birgittu Ragnarsdóttur 21-13 og 21-8. Í einliðaleik U13 hnokka var það Eiríkur Tumi Briem TBR sem vann Steinar Petersen TBR 20-22, 21-13 og 21-17. Í einliðaleik U13 tátur var það Hjördís Eleonora BH sem sigraði en hún vann Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-17, 17-21 og 21-17. Í tvíliðaleik U13 hnokka voru það Daníel Máni Einarsson TBR og Eiríkur Tumi Briem TBR sem unnu þá Arnar Frey Fannarsson ÍA og Mána Berg Ellertsson ÍA 15-21 , 21-17 og 23-21. Í tvíliðaleik U13 tátur sigruðu þær Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH og Katla Sól Arnarsdóttir BH en þær unnu Hjördísi Eleonoru BH og Sóley Birtu Grímsdóttur ÍA 21-12, 18-21 og 22-20. Í tvenndarleik U13 hnokkar/tátur unnu Einar Óli Guðbjörnsson TBR og Lilja Bu TBR. Þau unnu Steinar Petersen TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur 21-15, 15-21 og 22-20.

Gabríel Ingi Helgason BH sigraði í einliðaleika U15 sveina. Hann vann Steinþór Emil Svavarsson BH 21-18 og 21-16. Í einliðaleik U15 meyjar var það María Rún Ellertsdóttir ÍA sem vann Rakel Rut Kristjánsdóttur BH 21-10 og 21-17.

Í tvíliðaleik U15 sveina voru það Gabríel Ingi Helgason BH og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH sem unnu þá Jón Sverri Árnason BH og Steinþór Emil Svavarsson BH 19-21, 21-17 og 21-18.

Í tvíliðaleik meyja voru það María Rún Ellertsdóttir ÍA og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH sem sigruðu. Þær kepptu gegn Lilju Bu TBR og Sigurbjörgu Árnadóttur TBR og unnu 21-14 og 21-18. Í tvenndarleik U15 sveinar/meyjar voru það Gústav Nilsson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR sem unnu þau Gabríel Inga Helgason BH og Maríu Rún Ellertsdóttur ÍA 21-19 og 21-7.

Í einliðaleik U17/U19 drengir/piltar var það Símon Orri Jóhannsson TBR sem vann Þórð Skúlason BH 21-8 og 21-7. Í einliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur var það Þórunn Eylands TBR sem vann Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-11 og 21-14. Í tvíliðaleik U17/U19 drengir/piltar voru það Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason sem unnu en þeir sigruðu Andra Broddason og Einar Sverrisson 21-11 og 21-13. Allir keppa þeir fyrir TBR.

Í tvíliðaleik U17/U19 telpur/stúlkur voru það Halla María Gústafsdóttir BH og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH sem unnu þær Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR og Ragnheiði Birnu Ragnarsdóttur TBR 21-18 og 21-12.

Í tvenndarleik U17/U19 voru það svo Einar Sverrisson TBR og Þórunn Eylands TBR sem sem unnu en þau sigruðu þau Þórð Skúlason BH og Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur BH 21-15 og 21-16.

Öll nánari úrstlit frá mótinu má nálgast hér.

Fleiri myndir af verðlaunahöfum er hægt að nálgast hér.


85 views0 comments
bottom of page