Nú í morgun lék íslenska karlalandsliðið gegn liði Lúxemborgar. Var þetta síðasti leikur liðsins í riðlinum og ætluðu strákarnir sér að ná 2.sæti riðilsins sem og þeir gerðu. Vitað var fyrirfram að ólíklegt væri að liðið kæmist áfram sem liðið með besta árangurinn í 2.sæti.
Ísland vann leikinn 4-1 og voru grátlega nálægt því að sigra 5-0.
![](https://static.wixstatic.com/media/dd8ead_3cdbe8a066d4480dabdb733f27666635~mv2.jpg/v1/fill/w_792,h_528,al_c,q_85,enc_auto/dd8ead_3cdbe8a066d4480dabdb733f27666635~mv2.jpg)
Kári Gunnarsson
Kári Gunnarsson lék fyrsta einliðaleik gegn Roberti Mann og vann 21-6 og 23-21. Annan einliðaleikinn spilaði Kristófer Darri Finnsson gegn Matthias Sonderskov og sigraði Kristófer 21-16 og 21-13. Þriðji og síðasti einliðaleikurinn fór í oddalotu á milli þeirra Daníel Jóhannessonar og Juno Thomas og endaði leikurinn á sigri Juno 7-21 , 21-16 og 22-24. Eins og í fyrri leikjum voru tvíliðaleikspör íslendinga óbreytt. Fyrsta tvíliðaleik spiluðu Kári Gunnarsson og Daníel Jóhannesson gegn Matthiasi Sonderskov og Juno Thomsen og unnu strákarnir öruggan sigur 21-14 og 21-7. Annan tvíliðaleikinn spiluðu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finsson gegn Maxime Szturma og Mike Vallenthini og var sá leikur jafn. Sigruðu Davíð og Kristófer í oddalotu 16-21 , 21-18 og 21-15
![](https://static.wixstatic.com/media/dd8ead_721e73ff78ab4497ae9ef6464f1864e2~mv2.jpg/v1/fill/w_792,h_527,al_c,q_85,enc_auto/dd8ead_721e73ff78ab4497ae9ef6464f1864e2~mv2.jpg)
F.v Kristófer Darri Finnson , Tinna Helgadóttir (landsliðsþjálfari) og Davíð Bjarni Björnsson
Atli Jóhannesson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði að leikirnir hefðu verið nokkuð misjafnir en á heildina litið voru mjög jákvæðir punktar í öllum leikjum og strákarnir staðið sig vel.
Hægt er að skoða öll úrslit riðilsins með því að ýta hér.