top of page
Search
bsí

Íslenskur sigur hjá strákunum


Íslenska karlalandsliðið vann öruggan 4-1 sigur á Azerbaijan í dag á Evrópumeistaramóti landsliða.

Fyrirfram var íslenska liðið sigurstranglegra og var raunin sú að strákarnir voru miklu betri.

Fyrsta einliðaleik lék Kári Gunnarsson gegn Sabuhi Huseynov og vann örugglega 21-9 og 21-2. Kristófer Darri Finnsson lék einliðaleik nr.2 gegn Jahid Alhasanov og sigraði 21-12 og 21-11. Þriðja einliðaleikinn spilaði Daníel Jóhannesson gegn Azmy Qowimuramadhoni, sem er frá Indónesíu en spilar fyrir Azerbaijan. Töluðu Tinna og Atli , landsliðsþjálfarar, um að hann hafi klárlega verið þeirra sterkasti maður þó hann hafi spilað leik nr.3. Þurfti Daníel að játa sig sigraðan í tveimur lotum 12-21 og 18-21.

F.v Kári Gunnarsson, Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson

Kári Gunnarsson og Daníel Jóhannesson spiluðu fyrsta tvíliðaleik karla og unnu þægilegan 21-12 og 21-12 sigur. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson unnu einnig sinn tvíliðaleik en þeir sigruðu Azmy Qowimuramadhoni og Kanan Rzayev 21-12 og 21-16.

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson

Strákarnir eiga sinn síðasta leik í riðlinum gegn Lúxemborg í fyrramálið og stefnir liðið á að enda í 2.sæti riðilsins með því að vinna þann leik.

Hægt verður að fylgjast með gangi máli með því að smella hér.


192 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page