top of page
Search
bsí

Íslensku stelpurnar spiluðu gegn Evrópumeisturum Dana


Nú í kvöld lauk leik Íslands við Danmörku á Evrópumeistaramóti kvennalandsliðsa sem fram fer í Kazan, Rússlandi. Vitað var að leikurinn við dani myndi alltaf vera gríðarlega erfiður og að berjast þyrfti mjög mikið fyrir hverju stigi.

Tinna Helgadóttir, landsliðsþjálfari

Fyrir leikinn settu landsliðsþjálfararnir upp markmið með stelpunum um hve mörg stig þær ætluðu að ná samtals úr viðureigninni. Það markmið gekk nákvæmlega eftir því þær fengu sjötugasta stigið þegar staðan var 18-4 í síðustu lotunni fyrir dani. Stelpurnar börðust allar eins og ljón í öllum leikjunum og sýndu mikið keppnisskap og sigurvilja.

Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir

Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir spiluðu sérlega flottan leik á móti fyrrverandi heimsmeistara í tvíliðaleik kvenna (og er núna í 3.sæti heimslistans) Kamillu Juhl og sýndu stelpurnar að þær eru á leim fram á við í tvíliðaleik.

Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir tapaði fyr­ir Miu Blich­feldt í fyrsta einliðal­eikn­um, 21-9 og 21-13. Anna Kar­en Jó­hanns­dótt­ir beið lægri hlut fyr­ir Line Kjærs­feldt, 21-6 og 21-9 og Þór­unn Ey­lands Harðardóttir tapaði fyr­ir Jule Jak­ob­sen, 21-1 og 21-2.

Í tvíliðal­eikn­um töpuðu þær Sig­ríður Árna­dótt­ir og Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir fyr­ir Maiken Fru­erga­ard og Kamilu Juhl, 21-9 og 21-9 og Þór­unn Ey­lands og Arna Kar­en Jó­hanns­dótt­ir fyr­ir Na­taliu Roche og Sörnu Thy­gesen, 21-7 og 21-5.

Öll nánari úrslit er hægt að nálgast hér.

F.v Arna Karen Jóhannsdóttir, Sigríður Árnadóttir, Þórunn Eylands Harðardóttir og Margrét Jóhannsdóttir


125 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page