top of page
Search
bsí

Þýskaland - Ísland (5-0) og Ísrael - Ísland (3-2)


Karla- og kvennalandsliðið hófu bæði keppni í dag á Evrópumeistaramóti karla- og kvennalandsliða.

Íslenka karlalandslið hóf mótið gegn mjög sterku liði Þýskalands og endaði viðureignin með 5-0 tapi. Í hverri viðureign eru leiknir 3 einliðaleikir og 2 tvíliðaleikir. Kári Gunnarsson spilaði gegn Marc Zwiebler sem er nr 52 á heimslistanum í einliðaleik. Kári tapaði 10-21 og 10-21. Kristófer Darri og Daníel Jóhannesson töpuðu einnig sínum einliðaleikjum á móti sterkum andstæðingum.

Á brattan var einnig að sækja í tvíliðaleikjunum sem töpuðust báðir í tveimur lotum.

Tinna Helgadóttir sagði þetta eftir leikinn:

"Leikurinn á móti Þjóðverjum var fyrirfram sá erfiðasti í riðlinum. Við höfum aldrei unnið leik á móti þeim og bjuggumst þar af leiðandi við erfiðum leik. Strákarnir áttu erfitt uppdráttar í öllum leikjum og voru að gera of mörg einföld mistök. Við verðum að minnka það í leiknum á móti Azerbaijan á morgun sem við stefnum auðvitað á að vinna".

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Ísrael 3-2 þar sem Sigríður Árnadóttir vann bæði í einliðaleik og tvíliðaleik ásamt Margréti Jóhanssdóttur. Hinir tveir einliðaleikirnir töpuðust báðir mjög tæpt. Margrét laut í lægra haldi eftir hörkuleik við Dönu Danilenku 21-18, 17-21 og 17-21. Arna Karen Jóhannsdóttir lék gegn Margaret Lurie og sigraði Margaret 24-22 og 21-18. Þær Margrét og Sigríður fóru mjög örugglega í gegnum sinn tvíliðaleik og sigruðu 21-13 og 21-7. Arna Karen og Þórunn Eylands urðu að játa sig sigraðar 16-21 og 16-21. Atli Jóhannesson sagði þetta eftir leikinn :

"Leikurinn við Ísrael var sá leikur sem við vildum vinna því við vitum að það verður á brattan að sækja gegn Danmörku og Svíþjóð. Þetta voru því smá vonbrigði en dýrmæt reynsla, sérstaklega fyrir yngri spilara landsliðsins. Stelpurnar fundu sig ekki alveg í dag og á góðum degi ættu þær að vinna þetta lið. Þrátt fyrir tapið voru einnig jákvæðir punktar sem við getum tekið með okkur sem mun nýtast okkur í framtíðinni".

Bæði lið leika einnig á morgun. Strákarnir spila gegn Azerbaijan kl 16:00 ( á staðartíma ) og stelpurnar eiga tvo leiki. Sá fyrri gegn Svíþjóð kl 09:00 ( á staðartíma ) og svo síðar um kvöldið gegn dönum eða kl 19:00.

Hægt verður að horfa á leik strákanna í gegnum live-stream með því að ýta á þenna hlekk :

http://www.laola1.tv/de-at/livestream/2018-02-14-badminton-bec-european-team-championships-court-6-lde

Leikurinn hjá stelpunum við dani verður einnig sýndur á live-stream :

http://www.laola1.tv/de-at/livestream/2018-02-14-badminton-bec-european-team-championships-court-3-lde


98 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page