TBR - Ljóshraði eru Íslandsmeistarar félagsliða 2018 í Meistaraflokki og mun því Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða sem fram mun fara í Póllandi í júní í sumar.
Í hverri viðureign voru samtals 8 leikir sem skiptust þannig
3 einliðaleikir karla 1 einliðaleikur kvenna 2 tvíliðaleikir karla 1 tvíliðaleikur kvenna 1 tvenndarleikur Lið TBR – Ljóshraði skipuðu :
Arna Karen Jóhannsdóttir Sigríður Árnadóttir Sunna Ösp Runólfsdóttir Davíð Bjarni Björnsson Eiður Ísak Broddason Ívar Oddsson Jónas Baldursson Kári Gunnarsson
Badmintonsamband Íslands óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Úrslit ráðast á morgun í A- og B deild.
Hér er hægt að skoða öll úrslit og áframhaldandi dagskrá.