top of page
Search
bsí

Iceland International 2018


Iceland International er lokið.

Kristó­fer Darri Finns­son og Mar­grét Jó­hanns­dótt­ir komust lengst allra ís­lensku þátt­tak­end­anna á Ice­land In­ternati­onal, badm­int­on­keppni WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games, um helg­ina. Þau komust alla leið í undanúr­slit en töpuðu þar gegn mjög sterku dönsku pari sem fyr­ir fram var talið lík­leg­ast til að sigra á mót­inu vegna stöðu sinn­ar á heimslist­an­um.

Danir, Skotar og Indverjar áttu alla keppendur í úrslitum dagsins.

Í einliðaleik karla sigraði Englendingurinn Sam Parson. Hann sigraði Bodhit Joshi frá Indlandi 21-14 og 21-17.

Tvenndarleikinn sigruðu Rohan Kapoor og Kuhoo Garg frá Indlandi þau Kristoffer Knudsen og Isabella Nielsen 16-21, 21-19 og 21-18

Í einliðaleik kvenna mættust þær Saili Rane og Vaishnavi Reddy Jakka báðar frá Indlandi. Rane sigraði 22-20 og 21-12.

Í tvíliðaleik karla sigruðu þær Julie Macpherson og Eleanor O´Donnell frá Skotlandi þær Emilie Furbo og Trine Villadsen frá Danmörku 17-21, 21-13 og 21-17.

Mótinu lauk með tvíliðaleik karla þar sem Alexander Dunn og Adam Hall frá Skotlandi sigruðu Nicklas Mathiasen og Mikkel Stoffersen frá Danmörku 21-16 og 21-18.

Nánari úrslit og lengd leikja má finna hér.


114 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page