Óskarsmót KR var haldið um helgina. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Í einliðaleik karla Meistaraflokki sigraði Daníel Jóhannesson. Hann hafði betur gegn Eið Ísak Broddasyni 24-22, 17-21 og 21-12. Ekki var leikið í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna í Meistaraflokki.
Í tvíliðaleik karla M.fl var spilað í riðli þar sem 3 lið voru skráð til leiks. Voru það Jónas Baldursson og Daníel Jóhannesson sem unnu báðar sínar viðureignir.
Í tvenndarleik sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir þau Róbert Þór Henn og Örnu Karen Jóhannsdóttur 21-14 og 21-17. Allir þeir keppendur sem spiluðu til úrslita í M.fl koma frá TBR.
Í A.flokkum voru það Elís Þór Dansson (TBR) og Halla María Gústafsdóttir (BH) sem unnu einliðaleik karla og kvenna.
Í tvíliðaleik karla A.flokki voru það Brynjar Már Ellertsson og Pontus Rydström sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Báðir spila þeir fyrir ÍA. Í tvíliðaleik kvenna voru það Halla María Gústafsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir sem sigruðu. Þær spila báðar fyrir BH.
Í tvenndarleik A flokki voru það mæðginin Brynjar Már Ellertsson og Brynja Kolbrún Pétursdóttir (ÍA) sem sigruðu.
Gústav Nilsson sigraði í einliðaleik karla B.flokki.
Í tvíliðaleik í B flokki voru það svo Egill Magnússon og Víðir Þór Þrastarson frá UMFA sem báru sigur úr býtum.
Víðir Þór vann einnig tvenndarleiki B.fl ásamt Erlu Rós Heiðarsdóttur (BH).
Öll nánari úrslit frá mótinu má nálgast hér.