Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um síðastliðna helgi. Magnús Ingi Helgason sem spilar með Drive 2 í þriðju deildinni sigraði örugglega lið NBK Amager 10-3.
Magnús Ingi spilaði fyrsta tvenndarleik með Amalie Sindberg. Þau lutu í lægra haldi fyrir Soren Frandsen og Camillu Suhr Meinecke 15-21 og 14-21. Þá spilaði Magnús Ingi einnig tvíliðaleik 2 ásamt Michael Bjerregaard Pedesen og unnu þeir í odda lotu eftir hörku leik 19-21, 21-18 og 21-18. Drive 2 mun nú spila á vorönninni í umspilu um að komast upp í 2.deild.
Smellið hér til að nálgast frekari úrslit úr viðureign Drive 2 og NBK Amager.