Meistaramót TBR var haldið nú um helgina í húsum Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Færeyskir spilarar komu og tóku þátt í mótinu og veittu Íslendingunum mjög harða keppni í öllum flokkum.
Margrét Jóhannsdóttir, úr TBR, náði þeim flotta árangri að verða þrefaldur meistari í Meistaraflokki er hún sigraði í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.
Í einliðaleik karla var það Kári Gunnarsson (TBR) sem sigraði Bartal Poulsen (Færeyjum) 21-16 og 21-17. Í einliðleik kvenna sigraði líkt og áður kom fram Margrét Jóhannsdóttir en hún vann Örnu Karen Jóhannsdóttir (TBR) 21-15 og 21-13.
Í tvíliðaleik karla sigruðu þeir Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson þá Daníel Thomsen og Bjarka Stefánsson 15-21 , 21-7 og 21-9. Allir keppa þeir fyrir hönd TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir þær Örnu Karen Jóhannsdóttir og Þórunni Eylands 21-18 og 21-14.
Í tvenndarleik báru Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir sigur úr býtum. Sigruðu þau Daníel Jóhannesson (TBR) og Sigríði Árnadóttur 21-11 og 21-14.
A flokkur :
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Ísak Steinarsson (BH) Færeyinginn Rani Í Bø 15-21, 21-19 og 21-18. Í einliðaleik kvenna sigraði Katrín Vala Einarsdóttir. Hún vann Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttir 21-23, 21-9 og 21-15. Þær spila báðar fyrir Badmintonfélag Hafnarfjarðar (BH).
Tvíliðaleik karla unnu þeir Aron Óttarsson og Vignir Haraldsson. Þeir sigruðu þá Eystein Högnason og Bjarna Þór Sverrisson 21-18 og 21-13. Allir spila þeir með TBR. Tvíliðaleik kvenna voru það Sólrún Anna Ingvarsdóttir (BH) og Una Hrund Örvar (BH) sem sigruðu færeysku stelpurnar Jóhonnu Osberg og Sólfríði Hjörleifsdóttur 21-12, 17-21 og 21-17. Tvenndarleikinn unnu þau Geir Svanbjörnsson og Áslaug Jónsdóttir (TBR). Þau unnu Daníel Ísak Steinarsson og Unu Hrund Örvar (BH) 23-21 og 21-11. B flokkur :
Í einliðaleik karla var það Steinþór Emil Svavarsson (BH) sem sigraði Stefán Árna Arnarson (TBR) 21-14 og 22-20. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla sigruðu þeir Steinþór Óli Hilmarsson og Gunnar Örn Ingólfsson. Unnu þeir Gústav Nilsson og Stefán Árna Arnarsson 21-10 og 21-8. Allir spila þeir fyrir TBR.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arndís Sævarsdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir (UMFA). Þær unnu Erlu Rós Heiðarsdóttur og Sigríði Theodóru Eiríksdóttur (BH) 21-17, 16-21 og 21-11.
Í tvenndarleiknum voru það feðginin Kristján Arnór Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir (BH) sem báru sigur úr býtum á mæðginunum Gústavi Nilsson og Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur (TBR).
Smella má hér til að nálgast frekar úrslit úr mótinu.