Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2017 og nú um áramót eru helstu viðburðir ársins rifjaðir upp.
Janúar
Árið hófst á áttunda móti Dominos mótaraðar BSÍ, Meistaramóti TBR 2017, eins og vant er. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A-flokki og B-flokki. Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR í einliðaleik karla og Margrét Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Þórður Skúlason BH í einliðaleik karla og í einliðaleik kvenna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH. Tvíliðaleik karla unnu Haraldur Guðmundson og Jón Sigurðsson TBR og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR og Hrund Guðmundsdóttir Hamri unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnardóttir TBR. Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu sigraði í einliðaleik karla í B-flokki og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR sigraði í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Víðir Þór Þrastarson Aftureldingu. Tvíliðaleik kvenna unnu Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. Tvenndarleik unnu Víðir Þór Þrastarson og Harpa Gísladóttir Aftureldingu.
Valið var í Afrekshóp Badmintonsambandsins í janúar en það val gildir til júníloka. Afrekshópinn skipa Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Harpa Hilmisdóttir BH, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Þórunn Eylands Harðardóttir TBR, Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Jónas Baldursson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR.
Fært var á milli flokka í janúar. Í A-flokk voru færðir Elís Þór Dansson TBR og Heiðar Sigurjónsson BH. Fært er á milli flokka tvisvar á ári, í janúar og í lok tímabils.
Iceland International mótið var hluti af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls tóku 126 keppendur frá 23 löndum þátt í mótinu, 88 erlendir og 38 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Í einliðaleik karla vann Subhankar Dey frá Indlandi. Í einliðaleik kvenna vann Li Lian Yang frá Malasíu. Í tvíliðaleik karla stóðu Pawel Pradzinski og Jan Rudzinski frá Póllandi uppi sem sigurvegarar. Tvíliðaleik kvenna unnu Li Lian Yang og Lyddia Yi Yu Cheach frá Malasíu. Tvenndarleik unnu Callum Hemming og Fee Teng Liew frá Englandi. Mótið var mjög vel heppnað en um 60 starfsmenn komu að framkvæmd mótsins. Ítarleg umfjöllun um Iceland International er aftar í ársskýrslunni.
Febrúar
RIG - Unglingameistaramót TBR var haldið fyrstu helgina í febrúar en mótið var einnig hluti af Reykjavík International Games 2017. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum voru 71 talsins. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Keppt var í riðlum í flokki U11. Í flokki U11A snáða vann Lucas Gardar frá Færeyjum en hann vann alla sjö leiki sína. Í flokki U11B snáða vann Óðin Á Mýrini frá Færeyjum en hann vann líka alla sjö leiki sína. Í flokki U11 snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH sem vann alla sjö leiki sína. Í flokki U13 sigraði Silas Jacobsen frá Færeyjum í einliðaleik hnokka og Adhya Nandi frá Færeyjum vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og í tvíliðaleik táta unnu Adhya Nandi og Bjarnhild Í Buð Justinussen frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Silas Jacobsen og Bjarnhild Í Buð Justinussen frá Færeyjum. Í flokki U15 vann Ari Nandy frá Færeyjum í einliðaleik sveina. Emelia Petersen Norberg TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR og í tvíliðaleik meyja unnu Lena Maria Joensen og Miriam Í Grótinum frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu systkinin Ari og Adhya Nandi frá Færeyjum. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í einliðaleik drengja og Andrea Nilsdóttir TBR vann einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Mona Rasmusdóttir og Sissal Thomsen frá Færeyjum. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. Í flokki U19 vann Bartal Poulsen frá Færeyjum í einliðaleik pilta og í einliðaleik stúlkna vann Harpa Hilmisdóttir BH. Í tvíliðaleik pilta unnu Davíð Bjarni Björnsson og Atli Tómasson TBR. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Andrea Nilsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Bartal Poulsen frá Færeyjum og Emelia Petersen Norberg TBR. Vináttulandsleikir voru leiknir í öllum aldursflokkum unglinga í tengslum við mótið en Færeyjar höfðu yfirhöndina í þeim leikjum.
Óskarsmót KR var í febrúar. Mótið er innan Dominos mótaraðar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í meistaraflokki, A- og B-flokki. Í meistaraflokki vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik karla og einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Í A-flokki sigraði Símon Orri Jóhannsson ÍA í einliðaleik karla. Ekki var keppt í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu feðgarnir Andri Árnason og Árni Haraldsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Halla María Gústafsdóttir BH og Karolina Prus KR. Tvenndarleikinn unnu Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Andri Broddason TBR vann í einliðaleik karla í B-flokki. Karolina Prus KR vann einliðaleik kvenna í B-flokki. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu og tvíliðaleik kvenna unnu Kristín Magnúsdóttir KR og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Í tvenndarleik unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu.
Deildakeppnin var haldin í febrúar að vanda. Alls voru 15 lið skráð til leiks. Leikin var 31 viðureign og 248 leikir í keppninni. Íslandsmeistari félagsliða urðu TBR Rokkstjörnur. Liðið skipuðu Kári Gunnarsson, Daníel Jóhannesson, Bjarki Stefánsson, Kjartan Pálsson, Andri Árnason, Arna Karen Jóhannsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir. TBR vann sér með því inn keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða sem fer fram í sumar. TBR Veggurinn varð í öðru sæti, TBR/ÍA Öllarar í þriðja sæti, Landsbyggðin BH/ÍA í fjórða og TBR Hleðsla í því fimmta. BH Innri fegurð varð í fyrsta sæti í A-deild og þar með Íslandsmeistarar í A-deild. Liðið skipuðu Þórður Skúlason, Daníel Ísak Steinarsson, Orri Örn Árnason, Kjartan Einarsson, Kristján Kristjánsson, Halla María Gústafsdóttir, Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir. Í öðru sæti urðu TBR/Hamar Öllarar, í þriðja sæti TBR Rostungar og í fjórða sæti BH Kögglar. TBR/UMFA Hákarlar 2 eru Íslandsmeistarar liða í B-deild. Hákarla skipa Egill Þór Magnússon, Sigurður Ingi Pálsson, Þorvaldur Einarsson, Gísli Björn Heimisson, Steinþór Óli Hilmarsson, Gunnar Gunnarsson, Alexander Eðvarðsson, Sæmundur Sæmundsson, Geir Sæmundsson, Sigfús B. Sverrisson, Rúnar Óskarsson, Stefán Alfreð Stefánsson, Svanfríður Oddgeirsdóttir, Arndís Úlfheiður Sævarsdóttir, Sunnar Karen Ingvarsdóttir og Lydía Kristín Jakopsdóttir. Í öðru sæti urðu ÍA/UMFS, TBR/UMFA/Hamar Jaxlar í þriðja sæti, BH/KR Geiturnar í fjórða sæti, TBR Snjóþoturnar í fimmta sæti og BH Naglar í því sjötta.
Unglingamót Þórs fór fram í febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Á mótinu, sem var B og C mót, var keppt í flokkum U11 til U19.
Landsbankamót ÍA var haldið í febrúar en mótið var hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U19. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR í einliðaleik sveina og Katrín Vala Einarsdóttir BH í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Karolina Prus KR og Katrín Vala Einarsdóttir BH. Í tvenndarleik unnu Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH. Katrín Vala vann þrefalt á mótinu. Í flokki U17 vann Eysteinn Högnason TBR í einliðaleik drengja og Halla María Gústafsdóttir BH í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Tvenndarleikinn unnu Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Í flokki U19 vann Elvar Már Sturlaugsson ÍA í einliðaleik pilta og í einliðaleik stúlkna vann Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvíliðaleik pilta unnu Elvar Már Sturlaugsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA og í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Elvar Már Sturlaugsson ÍA og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Elvar vann því þrefalt á mótinu. Vegna snjóþyngsla var ekki hægt að keppa í flokkum U11 og U13 á Landsbankamóti ÍA en keppa átti í þeim flokkum á sunnudeginum. Keppt var í þessum flokkum sunnudaginn 5. mars.
Mars
Keppt var í flokkum U11 – U13 á Landsbankamótinu í mars. Sigurvegarar í einliðaleik voru Theodór Ingi Óskarsson TBR í einliðaleik snáða, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH í flokki snóta, Gabríel Ingi Helgason BH í flokki hnokka og María Rún Ellertsdóttir ÍA í flokki táta. Í tvíliðaleik unnu Gabríel Ingi Helgason og Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH í flokki hnokka en ekki var keppt í flokki táta. Í tvenndarleik unnu Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA.
Íslandsmót unglinga var haldið í TBR í mars. Mótið er innan Dominos unglingamótaraðar og gaf stig á styrkleikalista unglinga. TBR hélt mótið þetta árið í samstarfi við BSÍ. Keppendur voru 138 talsins frá tíu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 247 leikir. Mótsstjóri var Róbert Þór Henn. Tveir leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar; María Rún Ellertsdóttir ÍA U13 og Davíð Bjarni Björnsson TBR U19. Lið TBR var valið prúðasta lið mótsins. Íslandsmeistarar unglinga 2017 eru: U-11 einliðaleikur: Máni Berg Ellertsson ÍA og Lilja Bu TBR. U-11 tvíliðaleikur: Máni Berg Ellertsson ÍA og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. U13 einliðaleikur: Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U13 tvíliðaleikur: Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Gabríel Ingi Helgason BH og Hildur Marín Gísladóttir Samherjum og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U13 tvenndarleikur: Gabríel Ingi Helgason BH og María Rún Ellertsdóttir ÍA. U15 einliðaleikur: Gústav Nilsson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. U15 tvíliðaleikur: Gústav Nilsson og Tómas Sigurðarson TBR og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir og Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR. U15 tvenndarleikur: Steinþór Emil Svavarsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH. U17 einliðaleikur: Eysteinn Högnason TBR og Þórunn Eylands TBR. U17 tvíliðaleikur: Bjarni Þór Sverrisson og Eysteinn Högnason TBR og Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. U17 tvenndarleikur: Einar Sverrisson og Þórunn Eylands TBR. U19 einliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. U19 tvíliðaleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Atli Tómasson TBR og Andrea Nilsdóttir TBR og Harpa Hilmisdóttir BH. U19 tvenndarleikur: Davíð Bjarni Björnsson og Andrea Nilsdóttir TBR.
Reykjavíkurmót fullorðinna var í mars. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki nema í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki stóð Kristófer Darri Finnsson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla og Harpa Hilmisdóttir BH í einliðaleik kvenna. Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Davíð Bjarni Björnsson TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH. Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Í A-flokki sigraði Jón Sigurðsson TBR í einliðaleik karla og Halla María Gústafsdóttir BH í einliðaleik kvenna. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Haraldur Guðmundsson og Jón Sigurðsson TBR og tvíliðaleik kvenna unnu Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki eru Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir Hamri. Jón Sigurðsson er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari. Andri Broddason TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu í einliðaleik kvenna í B-flokki. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson og Tómas Andri Jörgensson ÍA og í tvíliðaleik kvenna í B-flokki Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Irena Rut Jónsdóttir ÍA. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS. Brynjar Már Ellertsson ÍA og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS eru tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.
Íslandsmóti unglingaliða, sem átti að vera í mars, var frestað til hausts vegna lélegrar þátttöku.
Valið var í Sumarskóla Badminton Europe sem verður haldinn í 36. sinn í sumar og að þessu sinni var hann í Slóveníu. Þessir voru valdir: Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fer sem fararstjóri hópsins en hann fer jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið á vegum Badminton Europe á sama stað.
U17 landslið Íslands var valið í mars. Landsliðið tekur þátt í Danish Junior mótinu sem fer fram í Farum í Danmörku í lok maí. U17 landsliðið skipa Andri Broddason TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Einar Sverrisson TBR, Eysteinn Högnason TBR, Þórður Skúlason BH, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Þórunn Eylands Harðardóttir TBR.
Apríl
Í apríl fór Meistaramót Íslands fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Mótið var hluti af Dominos mótaröð BSÍ og gaf stig á styrkleikalista. Til keppni voru skráðir 124 leikmenn frá níu félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherjum, TBR, UMFS og UMF Þór. Flestir keppendur komu úr TBR eða 66 en næst fjölmennastir voru BH-ingar sem voru 23 talsins. Leiknir voru 153 leikir á mótinu. Íslandsmeistarar í meistaraflokki urðu: Í einliðaleik Kári Gunnarsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR og Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik: Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Margrét Jóhannsdóttir er þrefaldur Íslandsmeistari. Íslandsmeistarar í A-flokki urðu: Haukur Gylfi Gíslason Samherjum og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Í tvíliðaleik: Ingólfur Ingólfsson og Sævar Ström TBR og Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik: Haraldur Guðmundsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR. Íslandsmeistarar í B-flokki urðu: Í einliðaleik: Andri Broddason TBR og Karolina Prus KR. Í tvíliðaleik: Askur Máni Stefánsson og Garðar Hrafn Benediktsson BH og Bjarndís Helga Blöndal og Sunna Karen Ingvarsdóttir Hamri/Aftureldingu. Í tvenndarleik: Brynjar Már Ellertsson og Ingibjörg Rósa Jónsdóttir ÍA/UMFS. Íslandsmeistari í einliðaleik í Æðstaflokki var Árni Haraldsson TBR og í tvíliðaleik Gunnar Þór Gunnarsson og Sigfús B. Sverrisson. Íslandsmeistari í einliðaleik í Heiðursflokki var Gunnar Bollason TBR og í tvíliðaleik Gunnar Bollason og Haraldur Kornelíusson TBR.
Stór hluti Afrekshóps keppti á Alþjóðlega króatíska mótinu um páskana auk Andreu Nilsdóttur TBR og Sigurði Sverri Gunnarssyni TBR. Þau áttu misjafna leiki en ekkert þeirra komst langt í mótinu.
Landsliðsþjálfarar völdu í apríl þátttakendur fyrir Íslands hönd í æfingabúðir sumarsins, Nordic Camp og North Atlantic Camp. Í Nordic Camp í Noregi fóru Gústav Nilsson TBR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Einar Óskarsson Aftureldingu fer sem þjálfari á þjálfaranámskeið sem er haldið meðfram búðunum og hann fer einnig sem fararstjóri hópsins. Í North Atlantic Camp voru valin Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH, Gabríel Ingi Helgason BH, Steinar Petersen TBR, Sigurbjörg Árnadóttir TBR, Anna Alexandra Petersen TBR, Stefán Árni Arnarsson TBR, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS og Davíð Örn Harðarson ÍA. Irena Rut Jónsdóttir ÍA og Þorkell Ingi Eriksson TBR fara á þjálfaranámskeið meðfram búðunum og verða jafnframt fararstjórar.
Fært var á mill flokka í lok apríl. Þessir voru færðir á milli flokka. Í A-flokk færðust Björk Orradóttir TBR, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir UMFS, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Karolina Prus KR, Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR, Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH, Andri Broddason TBR, Askur Máni Stefánsson BH, Axel Örn Sæmundsson UMF Þór, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Garðar Hrafn Benediktsson BH, Símon Orri Jóhannsson ÍA og Tómas Andri Jörgensson ÍA. Í Meistaraflokk færðust Anna Margrét Guðmundsdóttir BH og Haukur Gylfi Gíslason Samherjum.
Kristján Daníelsson sat ársþing evrópska badmintonsambandsins í Prag í apríl.
Maí
Unglingalandsliðsæfing fyrir U11, U13, U15 og U17 var haldinn 9. maí og unglingalandsliðsæfing fyrir U19 fór fram 15. maí.
U17 landsliðið tók Danish Junior mótinu í Farum í Danmörku. Landsliðið skipuðu Andri Broddason TBR, Bjarni Þór Sverrisson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Einar Sverrisson, Eysteinn Högnason TBR, Þórður Skúlason BH, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Þórunn Eylands TBR.
Júní
Afrekshópur Badmintonsambands Íslands tók þátt í Alþjóðlega litháenska og Alþjóðlega lettneska mótunum í júní. Auk þeirra tóku Róbert Ingi Huldarsson BH og Tomas Dovydaitis BH einnig þátt. Sólveig Jónsdóttir var dómari á mótinu. Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari var með þeim í þessari ferð, sem gekk vel. Íslensku strákarnir, Davíð Bjarni Björnsson, Daníel Jóhannesson, Eiður Ísak Broddason og Kristófer Darri Finnsson TBR kepptu í forkeppninni í einliðaleik karla í Litháen auk Róberts Inga Huldarssonar. Sigríður Árnadóttir keppti í forkeppni einliðaleiks kvenna og Harpa Hilmisdóttir átti að keppa í henni einnig en hún meiddist og þurfti að skrá sig úr keppni. Margrét Jóhannsdóttir fór beint inn í aðalkeppnina. Íslensku keppendurnir fóru beint inn í aðalkeppnina í tvíliða- og tvenndarleik. Mjög góður árangur náðist einkum í tvíliða- og tvenndarleik en Margrét og Sigríður, Davíð og Kristófer og Margrét og Kristófer duttu öll út í 8 liða úrslitum.
TBR tók þátt í í Evrópukeppni félagsliða í júní en keppnin fór fram í Mílanó á Ítalíu. TBR mætti í fyrstu umferð franska liðinu BC Chambly Cise og tapaði 0-5. Í annarri umferð vann TBR BAD 79 Anderlecht frá Belgínu 5-0. Í þriðju og síðustu umferðinni mætti TBR liði Club Sports de Madera frá Spáni og tapaði naumlega 2-3.
Júlí
Sumarskóli Badminton Europe var haldinn í 35. Skipti og var þriðja árið í röð í Podcetrekt í Slóveníu. Íslenska hópinn skipuðu Andri Broddason TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Magnús Daði Eyjólfsson KR, Andrea Nilsdóttir TBR, Halla María Gústafsdóttir BH og Una Hrund Örvar BH. Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari fór sem fararstjóri en hann fór jafnframt á þjálfaranámskeið sem er haldið var á sama stað.
Ágúst
Nordic Camp æfingabúðirnar fór fram daganna 7. – 11. ágúst í Kristiansand í Noregi. Íslensku þátttakendurnir voru; Gústav Nilsson TBR, Sigurður Patrik Fjalarsson KR, Steinþór Emil Svavarsson BH, Karolina Prus KR, Katrín Vala Einarsdóttir BH og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Einar Óskarsson Aftureldingu var fararstjóri íslenska hópsins og fór á þjálfaranámskeið meðfram búðunum.
Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari var með þjálfaranámskeið í TBR helgina 26. - 27. ágúst. Farið var í þjálfun aldursflokka U9-U15 á laugardeginum. Lögð var áhersla á tækni og fótaburð, hreyfi- og styrktarþjálfun og hvernig við getum mælt hvort við verðum betri. Á sunnudeginum var farið í þjálfun U17 til þjálfun fullorðinna. Farið var í æfingauppbyggingu, hversu mikið á að fara í æfingar, tækni, fótaburð, hlaup, mismunandi höggæfingar, líkamlega þjálfun fyrir utan badminton og markmiðasetningu og æfingaáætlun.
September
Badmintonsamband Íslands stóð fyrir fundi um afreksmál í badminton þann 1. september. Farið var yfir fyrirkomulag landsliðsmála, æfingar og landsliðsverkefni í vetrarins. Andri Stefánsson forstöðumaður Afrekssviðs ÍSÍ sagði frá nýju fyrirkomulagi varðandi afrekssjóð ÍSÍ og Tinna ásamt landsliðsnefnd fór yfir afreksstarf BSÍ á keppnistímabilinu.
Fyrstu æfingabúðir landsliðshópa fóru fram fyrstu helgina í september í TBR. Æfingabúðirnar voru fyrir alla landsliðshópa frá U11 til Meistaraflokks.
Fyrsta mót mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var haldið á föstudagskvöldið 8. september. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik. Fjórtán keppendur voru í karlaflokki og bar Daníel Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Davíð Bjarna Björnsson TBR í úrslitum. Í einliðaleik kvenna voru fjórir keppendur skráðir til leiks og einn leikmaður þurfti að skrá sig úr keppni. Sigurvegarinn í einliðaleik kenna var Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.
Landsliðsþjálfarar völdu í Afrekshóp Badmintonsambandsins fyrir tímabilið 2017-2018. Afrekshópinn skipa: Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Útbúinn var Framtíðarhópur en hann skipa: Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Broddason TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Atli Tómasson TBR, Brynjar Már Ellertsson ÍA, Eysteinn Högnason TBR, Halla María Gústafsdóttir BH, Róbert Ingi Huldarsson BH, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands TBR. Landsliðsæfingar fara fram á föstudagskvöldum í TBR einu sinni í mánuði fyrir yngri hóp og einu sinni í mánuði fyrir eldri hóp. Æfingabúðir fara fram sex til átta sinnum á ári.
Reykjavíkurmót unglinga var haldið helgina 16. – 17. september í TBR. Mótið er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Einn leikmaður varð þrefaldur Reykjavíkurmeistari í ár, Gústav Nilsson TBR í flokki U15. Sex einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Steinar Petersen TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Sigurbjörg Árnadóttir TBR (U13) í einliða- og tvenndarleik, Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR (U15) í einliða- og tvenndarleik, Andri Broddason TBR (U17) í einliða- og tvíliðaleik, Einar Sverrisson TBR (U19) í tvílið- og tvenndarleik og Þórunn Eylands TBR (U19) í einliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Elís Þór Dansson TBR (U19) og Halla María Gústafsdóttir BH (U17). Í tvíliðaleik: Daníel Máni Einarsson TBR (U13), Eiríkur Tumi Briem TBR (U13), Stefán Árni Arnarsson TBR (U15), Hildur Gísladóttir Samherjum (U15), María Rún Ellertsdóttir ÍA (U15), Karolina Prus BH (U17) og Katrín Vala Einarsdóttir BH (U17). Í tvenndarleik: Brynjar Már Ellertsson ÍA (U17) og Una Hrund Örvar BH (U17).
Atlamót ÍA fór fram um helgina 23. – 24. september. Mótið er innan mótaraðar BSÍ og gefur því stig á styrkleikalista. Í tvíliða- og tvenndarleik var keppt í riðlum en í einliðaleik var keppt í riðlum og svo útsláttarkeppni. Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR Sigurð Sverri Gunnarsson TBR í úrslitum einliðaleiks karla 21-17 og 21-17. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli. Sigríður Árnadóttir stóð uppi sem sigurvegari. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Í A-flokki var spilað í úrsláttarkeppni eftir riðlana. Í A-flokki sigraði Elís Þór Dansson TBR í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna vann Katrín Vala Einarsdóttir BH. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Í tvenndarleik sigruðu Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Í B-flokki vann Davíð Örn Harðarson ÍA einliðaleik karla. Ekki fór fram keppni í einliðaleik kvenna í B-flokki né heldur í tvíliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Kristján Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH.
Október
Unglingamót KA var haldið á Akureyri helgina 30. september og 1. október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U17/U19 en ákveðið var að sameina flokka U17 og U19 í vetur. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U11 snáða vann Máni Berg Ellertsson ÍA í flokki snáða og í flokki snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS. Í flokki U13 snáða vann Alex Helgi Óskarsson TBS en keppt var í riðli í flokki U11. Í flokki U11 snóta vann Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Katla Sól Arnarsdóttir og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH en í flokknum er keppt óháð kyni. Eiríkur Tumi Briem TBR vann í U13 einliðaleik hnokka. Sigurbjörg Árnadóttir TBR vann í U13 einliðaleik táta. Daníel Tumi Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR unnu tvíliðaleik hnokka og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS í tvíliðaleik táta. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR í einliðaleik sveina og Lilja Bu TBR vann einliðaleik meyja. Tvíliðaleik unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR og Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Gústav vann því þrefalt á mótinu. Sigurbjörg Árnadóttir vann einnig þrefalt á mótinu, tvær greinar í flokki U13 og eina í flokki U15 þar sem hún spilaði upp fyrir sig. Í flokki U17/U19 vann Einar Sverrisson TBR í einliðaleik og Katrín Vala Einarsdóttir BH í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Einar Sverrisson TBR og Katrín Vala Einarsdóttir og Karolina Prus BH. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson TBR og Halla María Gústafsdóttir BH. Einar vann því þrefalt á mótinu.
Landsliðsæfing fyrir yngri hópa fór fram föstudagkvöldið 6. október og stýrði Atli Jóhannesson henni.
Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari völdu landsliðshópana sem taka þátt fyrir Íslands hönd á Thomas Cup og Uber Cup í Rússlandi í febrúar. Karlalandsliðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kári Gunnarsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR. Kvennalandsliðið skipa Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Þórunn Eylands TBR.
Þriðja mót mótaraðar BSÍ, TBR Opið, var helgina 7. – 8. október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Daníel Jóhannesson TBR sigraði einliðaleik karla og Sigríður Árnadóttir TBR í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Einar Sverrisson í einliðaleik karla og Halla María Gústafsdóttir BH í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR og Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Tvenndarleikinn unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Keppt var í einliða- og tvíliðaleik karla og tvenndarleik í B-flokki. Gústav Nilsson TBR sigraði í einliðaleik. Í tvíliðaleik var keppt í riðli og sigurvegararnir eru Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Tvenndarleikinn unnu Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni.
Vetrarmót TBR var haldið helgina 14. – 15. október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Að þessu sinni var keppt bæði í A- og B-flokki. Í flokki U13 vann Steinar Petersen TBR. Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik í flokki táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Einar Óli Guðbjörnsson og Jónas Orri Egilsson TBR. Í tvenndarleik unnu Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR einliðaleik sveina og Lilja Bu TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR. Gústav vann því þrefalt á mótinu. Í flokki U17/U19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR í einliðaleik drengja og Þórunn Eylands TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Andri Broddason og Elís Þór Dansson TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Halla María Gústafsdóttir og Una Hrund Örvar BH. Í tvenndarleik unnu Elís Þór Dansson og Þórunn Eylands TBR.
Í vetur mun Badmintonsamband Íslands standa fyrir þremur þjálfaranámskeiðum, Badmintonþjálfara 1A, Badmintonþjálfara 1B og Badmintonþjálfara 1C. Námskeiðin verða haldin á Höfuðborgarsvæðinu ef næg þátttaka fæst en lágmarksfjöldi skráninga er átta þjálfarar. Kennarar á námskeiðunum verða Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir, íþróttafræðingar og badmintonþjálfarar. Badmintonþjálfari 1A fór fram sunnudagana 22. og 29. október 2017. Badmintonþjálfari 1B fer fram helgina 17. - 18. febrúar 2018 og badmintonþjálfari 1C fer fram helgina - 3. - 4. mars 2018.
Haldin var æfing fyrir Afreks- og Framtíðarhóp föstudagskvöldið 20. október í TBR.
Badmintonsamband Íslands hlaut viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna afreksverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 1,6 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 2,2 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
SETmót KR fór fram síðustu helgina í október. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki vann Daníel Jóhannesson TBR í einliðaleik karla. Í tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Sigríður Árnadóttir TBR. Tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Í A-flokki vann Elís Þór Dansson TBR í einliðaleik karla og Katrín Vala Einarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Elís Þór Dansson TBR. Tvíliðaleik kvenna unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH. Tvenndarleik A-flokks unnu Elvar Már Sturlaugsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH. Egill Magnússon Aftureldingu vann í einliðaleik karla í B-flokki. Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni.
Nóvember
Badmintonsamband Íslands stóð fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 1. nóvember. Námskeiðið var fyrir verðandi dómara og fór fram í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. Kennari námskeiðsins var Laufey Sigurðardóttir.
Föstudaginn 2. nóvember fór fram unglingalandsliðsæfing í TBR. Æfingin var í höndum Einars Óskarssonar þjálfara.
Badmintonsamband Íslands var stofnað 5. nóvember 1967 og varð því 50 ára nú í nóvember. Afmælinu verður fagnað allt tímabilið, á mótum sem Badmintonsambandið heldur. Ráðist var í gerð nýrrar heimasíðu og nýs merkis fyrir sambandið í tilefni af afmælinu. Afmælisveisla verður haldin í tengslum við Iceland International þann 25. janúar 2018. Allt afmælisárið (2017-2018) verður hátíðlegt og nýja merkið skartar 50 ára tilvísun.
Kjartan Ágúst Valsson var ráðinn framkvæmdastjóri BSÍ. Margrét Gunnarsdóttir sem gengt hefur starfinu síðustu 9 árin hefur snúið til starfa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Æfingabúðir landsliða fóru fram 10. – 12. nóvember. Þær voru í höndum Tinnu Helgadóttur landsliðsþjálfara og Atla Jóhannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Meistaramót BH fór fram 17. - 19. nóvember í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði. Mótið var hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambandsins og gaf stig á styrkleikalista. Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR en keppt var í riðli í greininni. Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR unnu tvíliðaleik karla. Margrét Jóhannsdóttir og Sigríður Árnadóttir unnu tvíliðaleik kvenna. Margrét Jóhannsdóttir vann þrefalt á mótinu því hún vann einnig tvenndarleikinn ásamt meðspilara sínum, Daníel Thomsen. Keppt var í riðli í greininni. Elís Þór Dansson TBR vann einliðaleik karla í A-flokki og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Ingólfur Ingólfsson og Jón Sigurðsson TBR. Anna Lilja Sigurðarsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn í A-flokki unnu Jón Sigurðsson og Guðrún Björk Gunnarsdóttir TBR. Einliðaleik karla í B-flokki vann Gústav Nilsson TBR. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli en hann vann María Rún Ellertsdóttir ÍA. Gunnar Örn Ingólfsson og Steinþór Óli Hilmarsson BH unnu tvíliðaleik karla. Í tvíliðaleik kvenna var keppt í riðli en hann unnu Ingunn Gunnlaugsdóttir BH og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Mæðginin Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR unnu tvenndarleikinn.
Landsliðsæfing var haldin laugardaginn 25. nóvember og var hún í höndum Atla Jónannessonar aðstoðarlandsliðsþjálfara.
Unglingamót Aftureldingar fór fram síðustu helgina í nóvember. Mótið, sem gaf stig á styrkleikalista unglinga, var með breyttu sniði þetta árið en eingöngu var keppt í einliðaleik - bæði í A- flokki og B-flokki. Keppt var í aldursflokkum U11-U17/19. Í flokki U13 vann Arnar Svanur Huldarsson BH í einliðaleik hnokka. Ekki var keppt í flokki táta. Í flokki U15 stóð Gústav Nilsson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik sveina. María Rún Ellertsdóttir ÍA vann í einliðaleik meyja. Í flokki U17/19 vann Símon Orri Jóhannsson TBR einliðaleik karla og einliðaleik kvenna vann Katrín Vala Einarsdóttir BH.
Desember
Dregið var í happdrætti Badmintonsambandsins þann 1. desember. Badmintonsambandið þakkar öllum þeim sem styrktu sambandið sem og sölumönnum. Söluhæsti einstaklingurinn hjá hverju félagi fékk veglegan spaða að gjöf.
Æfingabúðir voru haldnar fyrir landsliðshópa, yngri og eldri Framtíðarhóp og Afrekshóp Badmintonsambandsins í byrjun desember. Æfingarnar voru í TBR húsunum. Tinna Helgadóttir og Atli Jóhannesson sáu um æfingarnar.
Jólamót unglinga fór fram í TBR í dag, laugardag. Mótið er einliðaleiksmót og er hluti af unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. Sigurvegarar mótsins voru eftirtaldir: Í flokki U13 unnu Eiríkur Tumi Briem TBR í flokki hnokka og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH í flokki táta. Í flokki U15 unnu Steinþór Emil Svavarsson BH í flokki sveina og Lilja Bu TBR í flokki meyja. Í flokki U17/U19 unnu Eysteinn Högnason TBR og Katrín Vala Einarsdóttir BH.
Margrét Jóhannsdóttir var valin badmintonkona ársins og Kristófer Darri Finnsson var valinn badmintonmaður ársins 2017. Af því tilefni voru þau heiðruð ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina í Hörpu fimmtudaginn 28. desember. Á sama tíma var tilkynnt val íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2017.
Æfingar fyrir landslið, yngri og eldri, fóru fram laugardaginn 30. desember í TBR. Atli Jóhannesson sá um æfingarnar.
Margrét Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri lét af störfum um áramótin og stjórn þakkar henni kærlega fyrir gott starf síðastliðin níu ár. Jafnframt býður stjórn Kjartan Ágúst Valsson velkominn til starfa fyrir sambandið.
Á tímabilinu spiluðu þrír íslenskir badmintonspilarar í Danmörku. Magnús Ingi Helgason spilar með Drive 2, sem spilar í þriðju deild. Drífa Harðardóttir spilar með Hvidovre 2 sem er einnig í þriðju deild. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. sem spilar í annarri deild. Tveir Íslendingar, Alda Karen Jónsdóttir og Jóhannes Orri Ólafsson, spila með Sandefjord í norsku deildinni. Hægt er að fylgjast með gengi Íslendinganna sem spila erlendis á heimasíðu Badmintonsambandsins, www.badminton.is.
Auk ofangreindra viðburða á árinu 2017 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ. Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonspilara um allt land.
Stjórn og starfsmenn BSÍ sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er nú senn að líða.
Skrifað 31. desember 2017