top of page
Search
bsí

Kári lék vel í Tyrklandi


Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega tyrkneska mótinu sem er nú í gangi. Kári hóf leik í forkeppni einliðaleiks karla og vann þar fyrst Axilleas Tsartsidis frá Grikklandi 21-7, 21-12. Þá mætti hann Bugrahan Perk frá Tyrklandi og vann hann einnig í tveimur lotum 21-18, 21-16. Í þriðju umferð forkeppninnar atti Kári kappi við Serhat Salin frá Tyrklandi og vann eftir oddalotu 11-21, 21-11, 21-8. Með því hafði hann unnið sér inn þátttökurétt í aðalkeppninni.

Þar mætti hann í fyrstu umferð Ahmetcan Oruc frá Tyrklandi. Leikurinn var æsispennandi leik sem endaði með oddalotu og sigri Kára 21-19, 21-23, 22-20. Í annarri umferð keppti hann gegn Ivan Rusev frá Búlgaríu, sem var raðað númer sex inn í greinina. Kári tapaði fyrir honum eftir oddalotu 21-18, 15-21, 14-21 og lauk þar með keppni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Alþjóðlega tyrkneska mótinu.

Kári tekur næst þátt í Alþjóðlega sænska mótinu í janúar og svo Iceland International í lok janúar áður en hann heldur til Rússlandi í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða.


127 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page