Kári Gunnarsson tók þátt í Alþjóðlega ítalska mótinu sem fer nú fram í Mílanó á Ítalíu. Kári, sem mætti veikur til leiks, keppti í forkeppni mótsins og mætti þar Lukas Osele frá Ítalíu. Sá sló Kára út með því að vinna 21-13, 21-11. Kári hefur því lokið keppni.
Hann keppir svo á Alþjóðlega tyrkneska mótinu um næstu helgi.