top of page
Search
bsí

KBK tapar fyrir Holbæk


Heil umferð fór fram í dönsku deildinni um helgina. Kári Gunnarsson spilar með KBK Kbh. sem spilar í annarri deild en deildin er spiluð í tveimur átta liða riðlum. Sjötti leikur liðsins var gegn Holbæk. KBK tapaði 6-7.

Kári lék fyrsta einliðaleik karla gegn Kestutis Navickas. Kári tapaði eftir oddalotu 21-13, 22-24, 17-21. Hann lék líka fyrsta tvíliðaleik karla ásamt Simon Pihl. Þeir töpuðu fyrir Kestutis Navickas og Jakob Lindqvist einnig eftir oddaotu 21-17, 14-21, 21-23. Báðir leikirnir voru hörkuspennandi.

KBK vann fyrsta tvenndarleik, báða einliðaleiki kvenna, þriðja og fjórða einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar KBK og Holbæk.

Eftir þessa sjöttu umferð er KBK í sjöunda og næstsíðasta sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í riðlinum.

Síðasti leikur liðsins er gegn Greve 2 laugardaginn 13. janúar 2018.


20 views0 comments
bottom of page