top of page
Search
bsí

Úrslit Setmóts KR


SETmót KR var í gær, sunnudag. Mótið er hluti af mótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki vann Daníel Jóhannesson TBR en hann vann Kristófer Darri Finnson TBR í einliðaleik karla 21-12, 21-16. Í tvíliðaleik karla unnu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR en þeir unnu Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson TBR eftir æsispennandi leik sem fór í odd 17-21, 21-17, 21-16. Einliðaleik kvenna vann Arna Karen Jóhannsdóttir TBR en hún vann í úrslitum Þórunni Eylands TBR 21-13, 21-13. Tvíliðaleik kvenna unnu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Sigríður Árnadóttir TBR en þær unnu Örnu Karen Jóhannsdóttur og Þórunni Eylands TBR 21-13, 21-12. Tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR en þau unnu í úrslitum Davíð Bjarna Björnsson og Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-18, 21-13.

Í A-flokki vann Elís Þór Dansson TBR í einliðaleik karla en hann vann í úrslitum Aron Óttarsson TBR 24-22, 21-19. Katrín Vala Einarsdóttir BH vann einliðaleik kvenna en hún vann í úrslitum Karolinu Prus BH 21-19, 21-15. Tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Elís Þór Dansson TBR. Þeir unnu Elvar Má Sturlaugsson og Kristinn Breka Hauksson BH eftir oddalotu 21-18, 17-21, 21-18. Tvíliðaleik kvenna unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en þær unnu Höllu Maríu Gústafsdóttur og Katrínu Völu Einarsdóttur BH eftir oddalotu 22-24, 21-14, 21-6. Tvenndarleik A-flokks unnu Elvar Már Sturlaugsson og Katrín Vala Einarsdóttir BH en þau unnu í úrslitum Brynjar Má Ellertsson ÍA og Unu Hrund Örvar BH 21-19, 21-14.

Egill Magnússon Aftureldingu vann í einliðaleik karla í B-flokki eftir að hafa sigrað Sigurð Patrik Fjalarsson KR í úrslitum 21-14, 21-13. Ekki var keppt í einliða- og tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Hallur Helgason Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni. Tvenndarleikinn unnu Egill Magnússon og Sunna Karen Ingvarsdóttir Aftureldingu. Keppt var í riðli í greininni.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á SETmóti KR. Næsta mót innan mótaraðar BSÍ er Meistaramót BH sem fer fram helgina 17. - 19. nóvember.


27 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page