top of page
Search
bsí

Landsliðið valið fyrir Rússland


Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fer fram í Kazan í Rússlandi dagana 13. - 18. febrúar 2018. Spilað er í riðlum og sigurvegarar riðlanna hafa unnið sér inn þátttökurétt í Heimsmeistarakeppni karla- og kvennalandsliða, sem fer fram í Bankok í Tælandi 20. - 27. maí 2018 en þar keppa sigurvegarar allra riðla í öllum heimsálfum. Karlakeppnin kallast Thomas Cup og kvennakeppnin Uber Cup.

Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari og Atli Jóhannesson aðstoðarlandsliðsþjálfari hafa valið hópana sem taka þátt fyrir Íslands hönd. Karlalandsliðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Davíð Bjarni Björnsson TBR, Kári Gunnarsson TBR og Kristófer Darri Finnsson TBR. Kvennalandsliðið skipa Arna Karen Jóhannsdóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR og Þórunn Eylands TBR.


16 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page