top of page
Search
bsí

Dómaranámskeið 1. nóvember


Badmintonsamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeiði miðvikudaginn 1. nóvember næstkomandi. Námskeiðið er fyrir verðandi dómara og fer fram í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal klukkan 19:30 til 21:00. Dómgæsla fer fram á Meistaramóti BH í Strandgötunni helgina 17. - 19. nóvember. Kennari námskeiðsins er Laufey Sigurðardóttir.

Skráning fer fram með því að senda póst til Badmintonsambandsins í netfangið bsi@badminton.is. Námskeiðið er bæði ætlað spilurum og öðrum sem hafa gaman af badminton.

Skráningarfrestur er til föstudagsins 27. október.


22 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page