top of page
Search
bsí

Úrslit Unglingamóts KA


Unglingamót KA var haldið á Akureyri um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U11 til U17/U19 en ákveðið hefur verið að sameina flokka U17 og U19 í vetur. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista.

Í flokki U11 snáða vann Máni Berg Ellertsson ÍA í flokki snáða og í flokki snóta vann Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS.

Í flokki U13 snáða vann Alex Helgi Óskarsson TBS en keppt var í riðli í flokki U11. Í flokki U11 snóta vann Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS. Í tvíliðaleik í flokki U11 unnu Katla Sól Arnarsdóttir og Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH en í flokknum er keppt óháð kyni. Eiríkur Tumi Briem TBR vann Steinar Petersen TBR í úrslitum í U13 einliðaleik hnokka eftir oddalotu 21-10, 14-21, 21-19. Sigurbjörg Árnadóttir TBR vann Höllu Stellu Sveinbjörnsdóttur BH í úrslitum 21-10 og 21-14 í U13 einliðaleik táta. Daníel Tumi Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR unnu tvíliðaleik hnokka er þeir unnu í úrslitum Einar Óla Guðbjörnsson og Jónas Orra Egilsson TBR 22-20, 21-11. Tvíliðaleik táta unnu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Isabella Ósk Stefánsdóttir TBS en það var keppt í riðli í greininni. Tvenndarleik í flokki U13 unnu Steinar Petersen og Sigurbjörg Árnadóttir TBR. Þau unnu í úrslitum Jón Víði Árnason og Hjördísi Eleanoru BH 21-9, 21-4.

Í flokki U15 vann Gústav Nilsson TBR. Hann vann í úrslitum einliðaleiks Stefán Árna Arnarsson TBR eftir oddalotu 21-10, 17-21, 21-12. Lilja Bu TBR vann einliðaleik meyja en hún sigraði í úrslitum Hildi Gísladóttur Samherjum 21-11 og 21-10. Tvíliðaleik sveina unnu Gústav Nilsson og Stefán Árni Arnarsson TBR sem sigruðu í úrslitum Hákon Daða Gunnarsson og Steinþór Emil Svavarsson BH 21-16, 23-21. Tvíliðaleik meyja unnu Lilja Bu og Sigurbjörg Árnadóttir TBR sem unnu í úrslitum Lilju Berglindi Harðardóttur og Rakel Rut Kristjánsdóttur BH eftir oddalotu 21-16, 22-24, 21-15. Tvenndarleik í flokki U15 unnu Gústav Nilsson og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR sem unnu í úrslitum Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Rakel Rut Kristjánsdóttur BH eftir oddalotu 21-16, 18-21, 21-12. Gústav vann því þrefalt á mótinu. Sigurbjörg Árnadóttir vann einnig þrefalt á mótinu, 2 greinar í flokki U13 og eina í flokki U15 þar sem hún spilaði upp fyrir sig.

Í flokki U17/U19 vann Einar Sverrisson TBR Elís Þór Dansson TBR í úrslitum eftir oddalotu 21-18, 17-21, 21-10 í einliðaleik. Katrín Vala Einarsdóttir BH vann Karolinu Prus BH í úrslitum 21-14 og 21-14 í einliðaleik. Í tvíliðaleik karla unnu Bjarni Þór Sverrisson og Einar Sverrisson TBR en keppt var í riðli í greininni. Tvíliðaleik kvenna unnu Katrín Vala Einarsdóttir og Karolina Prus BH en það var einnig keppt í riðli í þessari grein. Í tvenndarleik unnu Einar Sverrisson TBR og Halla María Gústafsdóttir BH en þau unnu í úrslitum Bjarna Þór Sverrisson TBR og Karolinu Prus BH 21-17, 21-11. Einar vann því þrefalt á mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti KA. Næsta unglingamót verður Vetrarmót TBR sem fer fram helgina 14. – 15. október nk.


20 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page