top of page
Search
bsí

Úrslit Atlamóts ÍA


Atlamót ÍA fór fram um helgina. Mótið er innan mótaraðar BSÍ og hefur því stig á styrkleikalista. Í tvíliða- og tvenndarleik var keppt í riðlum en í einliðaleik var keppt í riðlum og svo útsláttarkeppni.

Í meistaraflokki vann Eiður Ísak Broddason TBR Sigurð Sverri Gunnarsson TBR í úrslitum einliðaleiks karla 21-17 og 21-17. Í einliðaleik kvenna var keppt í riðli.

Sigríður Árnadóttir stóð uppi sem sigurvegari. Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson TBR. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki. Í tvenndarleik sigurðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR.

Í A-flokki var spilað í úrsláttarkeppni eftir riðlana. Í A-flokki sigraði Elís Þór Dansson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Aron Óttarsson TBR eftir oddalotu 21-11, 12-21, 21-14. Í einliðaleik kvenna vann Katrín Vala Einarsdóttir BH sem vann Höllu Maríu Gústafsdóttur BH 21-18, 22-20. Í tvíliðaleik karla unnu Aron Óttarsson og Guðjón Helgi Auðunsson TBR. Þeir unnu Elís Þór Dansson og Símon Orra Jóhannsson TBR í úrslitum 21-16, 21-13. Tvíliðaleik kvenna unnu Irena Ásdís Óskarsdóttir og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH en þær unnu Önnu Alexöndru Petersen og Júlíönu Karitas Jóhannsdóttur TBR í úrslitum 21-16, 21-12. Í tvenndarleik sigruðu Elís Þór Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Þau unnu Brynjar Má Ellertsson ÍA og Unu Hrund Örvar BH 21-14 og 21-14.

Í B-flokki vann Davíð Örn Harðarson ÍA einliðaleik karla. Hann sigraði í úrslitum Tómas Sigurðarson TBR 21-16, 21-17. Ekki fór fram keppni í einliðaleik kvenna í B-flokki né heldur í tvíliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Egill Magnússon og Stefán Alfreð Stefánsson Aftureldingu. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Í tvenndarleik unnu Kristján Kristjánsson og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH sem sigruðu í úrslitum Gústav Nilsson og Önnu Alexöndru Petersen TBR 21-15, 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.


19 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page