top of page
Search
bsí

Þjálfaranámskeið í ágúst


Tinna Helgadóttir landsliðsþjálfari er með þjálfaranámskeið í TBR helgina 26. - 27. ágúst næstkomandi. Námskeiðið fer fram laugardag og sunnudag.

Farið verður í þjálfun aldursflokka U9-U15 á laugardeginum. Þá verður lögð áhersla á tækni og fótaburð, hreyfi- og styrktarþjálfun og hvernig við getum mælt hvort við verðum betri.

Á sunnudeginum verður farið í þjálfun U17 til þjálfun fullorðinna. Þá verður farið í æfingauppbyggingu, hversu mikið á að fara í æfingar, tækni, fóraburð, hlaup o.s.frv., mismunandi höggæfingar, líkamlega þjálfun fyrir utan badminton og markmiðasetningu og æfingaáætlun.

Námskeiðið er, eins og áður sagði, haldið í TBR.

Skáning fer fram með því að senda póst til netfangsins bsi@badminton.is.

Þátttökugjald er kr. 10.000,- á mann.


23 views0 comments
bottom of page