top of page
Search
bsí

Úrslit frá Meistaramóti TBR 2022

Meistaramót TBR fór fram nú um helgina og var vel staðið að mótinu sem fram fór við erfiðar aðstæður vegna sóttvarnarreglna. Mótið gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


TBR færði Elsu Nielsen blóm í tilefni þess að að Elsa varð nýlega heimsmeistari í tvíliðaleik öldunga ásamt Drífu Harðardóttir. Elsa sigraði í tvíliðaleik á mótinu með Sigríði Árnadóttur.




Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla var það Daníel Jóhannesson TBR sem vann Róbert Þór Henn TBR í úrslitaleiknum 21 - 16 og 23 - 21.

Í einliðaleik kvenna mættust í úrslitum Lilja Bu TBR og Sólrún Anna Ingvarsdóttir BH og vann Lilja leikinn 21 - 16 og 21 - 19.

Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson TBR / Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni TBR / Jónas Baldurssyni TBR. Voru það Davíð Bjarni og Kristófer Darri sem unnu leikinn 21 - 11 og 21 - 15.

Í tvíliðaleik kvenna mættust Sigríður Árnadóttir TBR / Elsa Nielsen TBR og Sólrún anna Ingvarsdóttir BH / Una Hrund Örvar BH. Voru það Sigríður og Elsa sem unnu leikinn 21 - 11 og 21 - 12.

Í tvenndarleik unnu þau Kristófer Darra Finnson TBR og Una Hrund Örvar BH gegn Daníel Jóhannesson TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.


A flokkur :


Í einliðaleik karla sigraði Eysteinn Högnason TBR. Hann mætti Atla Tómasyni TBR og vann leikinn 21 - 9, 19 - 21 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna sigraði Halla Stella Sveinbjörnsdóttir BH Úlfheiði Emblu Ágeirsdóttir 21 -19 og 21 - 10.

Í tvliðaleik karla mættust í úrslitum Davíð Phuong Xuan Nguyen BH / Sigurður Eðvarð Ólafsson BH og Haukur Stefánsson TBR / Kjartan Pálsson TBR. Voru það Davíð og Sigurður sem unnu leikinn 21 - 10 , 18 - 21 og 21 - 14.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Björk Orradóttir TBR / Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR Lilja Berglind Harðardóttir BH / Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir BH. Voru það Björk og Ragbheiður sem unnu leikinn 21-9 og 21-18.

Í tvenndarleik mættustEysteinn Högnason TBR / Lilja Bu TBR og Brynjar Már Ellertsson ÍA / Björk Orradóttir TBR. Voru það Eysteinn og Lilja sem unnu leikinn 21 - 16 og 21 - 11.


B flokkur :

Í einliðaleik karla mættust í úrslitum Han Van Nguyen TBR og Þorvaldur Einarsson UMFA. Var það Han Van sem vann leikinn 21 - 12 og 21 - 19.

Í einliðaleik kvenna var það Katla Sól Arnarsdóttir BH sem sigraði Sunnu Karen Ingvarsdóttir UMFA 15-21, 21-11 og 21-15.

Í tvíliðaleik karla spiluðu Tómas Þór Þórðarson TBR / Úlfur Blandon TBRog Han Van Nguyen TBR / Thejus B. Vankatesh KR til úrslita. Voru það Tómas og Úlfur sem unnu leikinn 6 - 21, 21 - 19 og 21 - 18.

Í tvíliðaleik kvenna léku til úrslita Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS / Katla Sól Arnarsdóttir BH og Elín Helga Einarsdóttir BH / Sunna Karen Ingvarsdóttir UMFA . Voru það Hrafnhildur og Kalta Sól sem unnu leikinn 21-8 og 21-14.

Í tvenndarleik léku til úrslita Sebastían Vignisson BH / Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS og Jón Víðir Heiðarsson BH / Erla Rós Heiðarsdóttir BH. Voru það Sebastían og Hrafnhildur sem unnu 21 - 16 og 21 - 19.

Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu.


Myndir frá mótinu má finna á facebook síðu Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur.



115 views0 comments

Comentários


bottom of page