Reykjavíkurmeistaramót 2024 (Reykjavíkurmót fullorðinna) var haldið í TBR – húsinu um helgina. Alls voru 91 keppandi á mótinu. Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.
Keppt var í einliða, tvíliða og tvenndarleik í Úrvals-, 1. og 2. deild.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Úrvalsdeild:
Í einliðaleik karla sigraði Daníel Jóhannesson TBR og Róbert Þór Henn TBR varð í öðru sæti.
Í einliðaleik kvenna vann Lilja Bu TBR gull og Emelie Hansson Svíþjóð silfur.
Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer Darri.
Í tvíliðaleik kvenna unnu Lilja Bu og Una Hrund Örvar TBR / BH gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH silfur.
Í tvenndarleik unnu Brynjar Már Ellertsson og Una Hrund Örvar BH gull og Einar Óli Guðbjörnsson og Lilja Bu TBR silfur.
Úrslit í 1. deild :
Í einliðaleik karla sigraði Stefán Logi Friðriksson BH og í öðru sæti varð Jón Víðir Heiðarsson BH.
Í einliðaleik kvenna vann Iðunn Jakobsdóttir TBR gull og Katla Sól Arnarsdóttir BH silfur.
Í tvíliðaleik karla sigruðu Haukur Stefánsson og Kjartan Pálsson TBR og í öðru sæti urðu Eggert Þór Eggertsson og Óðinn Magnússon TBR.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR og Áslaug Jónsdóttir og Sigrún Marteinsdóttir TBR lentu í öðru sæti.
Í tvenndarleik unnu Elis Tor Dansson og Margrét Dís Stefánsdóttir gull og Bjarni Þór Sverrisson og Iðunn Jakobsdóttir silfur.
Úrslit í 2. deild:
Í einliðaleik karla vann Grímur Eliasen TBR gull og Brynjar Petersen TBR silfur.
Í einliðaleik kvenna vann Sigrún Marteinsdóttir TBR gull og Hera Nguyen KR silfur.
Í tvíliðaleik karla unnu Han Van Nguyen og Tómas Þór Þórðarson KR / TBR gull og Einar Örn Þórsson og Kristján Hrafn Bergsveinsson UMFA silfur.
Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Snædís Sól Ingimundardóttir og Þórdís María Róbertsdóttir BH og í öðru sæti urðu Anna Bryndís Andrésdóttir og Eva Ström UMFA / TBR.
Í tvenndarleik unnu Birkir Darri Nökkvason og Elín Helga Einarsdóttir gull og Egill Þór Magnússon og Elín Wang UMFA / TBR silfur.
Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu TBR
Comments