top of page
Search
laufey2

ÚRSLIT Á MEISTARAMÓTI ÍA 2023, 21.-22. OKTÓBER

Updated: Oct 25, 2023

Meistaramót ÍA 2023 fór um liðna helgi, 21.-22. október. Mótið var haldið í TBR húsinu í Reykjavík, þar sem ekki var hægt að halda það á Akranesi.


84 keppendur voru skráðir til leiks og mikið var um spennandi leiki.

Á laugardeginum var keppt í tvíliða- og tvenndarleik og á sunnudeginum í einliðaleik.

Mótið er hluti af mótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.


Úrslit urðu eftirfarandi:


Úrvalsdeild:

Í einliðaleik karla sigraði Róbert Þór Henn TBR og Daníel Jóhannesson TBR varð í öðru sæti.


Í einliðaleik kvenna sigraði Sigríður Árnadóttir TBR og Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir BH varð í öðru sæti.


Í tvíliðaleik karla léku til úrslita Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Jónasi Baldurssyni TBR og þar sigruðu Davíð Bjarni og Kristófer.


Í tvíliðaleik kvenna unnu Gerda Voitechovskaja og Una Hrund Örvar BH gull og Sigríður Árnadóttir og Lilja Bu TBR silfur.


Í tvenndarleik unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR gull og Róbert Þór Henn TBR og Gerda Voitechovskaja BH silfur.


Úrslit í 1.Deild:

Í einliðaleik karla sigraði Eiríkur Tumi Briem TBR og í öðru sæti varð Elis Tor Dansson TBR


Í einliðaleik kvenna vann Iðunn Jakobsdóttir TBR gull og Natalía Ósk Óðinsdóttir BH silfur


Í tvíliðaleik karla sigruðu Daníel Máni Einarsson og Eiríkur Tumi Briem TBR og í öðru sæti urðu Einar Óli Guðbjörnsson og Funi Hrafn Eliasen TBR.


Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnardóttir BH og Hrafnhildur Magnúsdóttir og Iðunn Jakobsdóttir TBR lentu í öðru sæti.


Í tvenndarleik unnu Guðmundur Adam Gígja og Rakel Rut Kristjánsdóttir BH gull og Eggert Þór Eggertsson og Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR silfur.


Úrslit í 2. deild:

Í einliðaleik karla vann Óðinn Magnússon TBR gull og Samin Sayri Feria Escobedo KR silfur.



Í einliðaleik kvenna sigraði Hrafnhildur Magnúsdóttir TBR og í öðru sæti varð Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir TBS.



Í tvíliðaleik karla unnu Birkir Darri Nökkvason og Rúnar Gauti Kristjánsson BH gull og Brynjar Petersen og Grímur Eliasen TBR silfur.



Í tvenndarleik unnu Sebastían Vignisson og Erla Rós Heiðarsdóttir BH gull og Birkir Darri Nökkvason og Elín Helga Einarsdóttir BH silfur.



Með því að smella hér er hægt að skoða öll nánari úrslit frá mótinu og fleiri myndir eru á facebook síðu ÍA og facebook síðuTBR











132 views0 comments

Comments


bottom of page