Mótahald BSÍ
Badmintonsamband Íslands heldur fimm stór mót á hverjum vetri. Í janúar 2007 var Badmintonsambandið auk þess framkvæmdaaðili Evrópukeppni B-þjóða sem haldin var í Laugardalshöll og í nóvember 2014 hélt sambandið hluta af forkeppni EM landsliða þegar einn riðill var spilaður í TBR.
Úrslit móta síðastliðinna ára má finna inni á Tournament Software, www.tournamentsoftware.com.
Sjá má dagsetningar og staðstetningu móta á mótaskrá sambandsins smella hér.
Meistaramót Íslands
Á Meistaramóti Íslands í badminton er keppt um Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokkunum í Úrvalsdeild, 1. Deild og 2. Deild. Meistaramót Íslands er yfirleitt haldið í apríl ár hvert.
Íslandsmót unglinga
Á Íslandsmóti unglinga er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum flokkum unglinga; U13, U15, U17
og U19. Íslandsmót unglinga er yfirleitt haldið í apríl ár hvert.
Íslandsmót Öldunga
Var haldið í fyrsta sinn, í mjög langan tíma, 19-20 nóvember 2021. Mótið var haldið í samvinnu BSÍ og Badmintondeildar Hafnafjarðar (BH), í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnafirði. Góð þátttaka var á mótinu og tókst það almennt mjög vel. Mikil ánægja er með að mótið skuli hafa verið endurvakið og stefnt er að því að halda það árlega héðan í frá.
Deildakeppni BSÍ
Deildakeppni BSÍ er keppni badmintonfélaga um Íslandsmeistaratitil í liðakeppni. Nýtt fyrirkomulag var á Deildakeppni BSÍ tímabilið 2022 - 2023 þar sem keppt verður allan veturinn en ekki á einni helgi eins og verið hefur undanfarin ár. Keppt er í 3 deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild, í riðlum. Keppendur geta verið á aldrinum 14 til 70 ára og jafnvel eldri. Spilað er eftir Reglum um Deildakeppni BSÍ.
Iceland International
Badmintonsamband Íslands hefur um árabil haldið alþjóðlegt mót ár hvert. Mótið hefur verið hluti af Evrópumótaröðinni síðastliðin ár og ber nafnið Iceland International. Iceland International er haldið í lok janúar ár hvert, í TBR húsinu, í Reykjavík.
Hugbúnaðurinn Badminton Tournament Planner
Flest badmintonmót á Íslandi eru skipulögð í mótahugbúnaðinum Badminton Tournament Planner. Til að skoða úrslit móta og mótaskrár er hægt að fara inná heimasíðuna www.tournamentsoftware.com. Í leitarglugga efst á síðunni er hægt að slá inn nafn mótsins, sem leitað er að og þá birtast allar upplýsingar sem til eru á vefnum um viðkomandi mót. Þar er meðal annars hægt að sjá alla leiki mótsins, tímasetningar og úrslit leikja.