top of page
Íslandsmeistarar

Frá árinu 1949 hafa Íslandsmeistarar verið krýndir í badminton. Fyrsta árið var aðeins keppt í einliða- og tvíliðaleik karla. Frá 1950 hefur verið keppt í öllum keppnisgreinum þ.e. einliðaleik karla, einliðaleik kvenna, tvíliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Þó lá keppni í einliðaleik kvenna niðri frá 1963-1973 vegna ónógrar þátttöku.

Ef allar keppnisgreinar eru teknar saman hefur TBR-ingurinn Broddi Kristjánsson lang oftast orðið Íslandsmeistari eða 43 sinnum. Næstir á eftir honum koma Lovísa Sigurðardóttir sem hefur 24 sinnum orðið Íslandsmeistari og Wagner Walbom sem vann titilinn eftirsótta 21.

Eftirfarandi er listi yfir alla leikmenn sem orðið hafa Íslandsmeistarar í badminton (meistaraflokki) og fjöldi titla í hverri grein.
Smellið hér.

©2017 BY BADMINTONSAMBAND ÍSLANDS. PROUDLY CREATED WITH WIX.COM

  • facebook
bottom of page