top of page

Val í hópa og/eða lið

Val í landslið og önnur verkefni á vegum Badmintonsambandsins:

 

Landsliðsþjálfari velur leikmenn í hópa með því að nota eftirfarandi viðmið (í engri sérstakri röð)

• Mat landsliðsþjálfara á mögulegri þróun leikmanns

• Staða á heimslista Badminton World Federation (BWF)

• Staða á styrkleikalista Badmintonsambands Íslands (BSÍ)

• Þróun á leikaðferð með samvinnu leikmanns og þjálfara

· Frammistaða í mótum innanlands og erlendis

· Hæfni og framfarir

· Endurgjöf frá þjálfurum aðildafélaga

· Ástundun og árangur í afkastamælingum BSÍ

· Ástundun og metnaður í æfingabúðum BSÍ

· Eftirsóknarverð persónueinkenni, svo sem vilja og skyldurækni, þrauseigju, sjálfstjórn, líkamlega hreysti, gott viðmót og stuðning við liðsfélaga.

 

*Þessi listi er leiðbeinandi og ekki tæmandi

 

Boðun í verkefni:

Fyrir hverja æfingu/æfngabúðir og hverja keppni, sem valið er í, skal aðildarfélagi og leikmanni og/eða forráðamanni (eftir aldri) tilkynnt um valið í gegnum Sportsabler, með tölvupósti/frétt á heimasíðu BSÍ/Facebook síðu Badmintonsambands Íslands.

 

Heilbrigðisteymi Badmintonsambands Íslands

Eftirtaldir aðilar eru hluti af Heilbrigðis- / stoðteymi BSÍ

Róbert Þór Henn : Sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur
Hlutverk : Róbert sér um styrktarþjálfun og sjúkraþjálfun.
 
Geir Gunnar Markússon : Næringarfræðingur
Hlutverk : Næringarfræði og ýmislegt fleira sem tengis almennu heilbrigði.

 
Helgi Valur Pálsson : Íþróttasálfræðingur
Hlutverk : Íþróttasálfræði og ýmislegt fleira sem tengist almennri andlegri líðan

 

Mælingar á vegum BSÍ

Stefnt er að því að gera mælingar á tilteknum hópi leikmanna þrisvar á ári; í 19. viku, 27. viku og 33. viku.

 

 Viðhafið góðar svefn- og matarvenjur fyrir mælingarnar og ekki borða stóra máltíð innan tveggja tíma frá mælingunum. Ástundun og niðurstöður úr mælingunum eru tveir af þeim þáttum sem landsliðsþjálfari styðst við þegar hann velur í hópa á vegum BSÍ.

bottom of page