Síđasti skráningardagur á Badmintonţjálfari 1C er á morgun

Helgina 11. – 13. mars næstkomandi mun Badmintonsamband Íslands halda þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1C. Námskeiðið er framhald af námskeiðinu Badmintonþjálfari 1B.

Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir tækni og leikfræði samkvæmt skilgreiningum Badmintonbókarinnar. Þá var fjallað um hreyfiþroska og hreyfiþroskaþjálfun með ýmsum hætti.

Til að geta tekið þátt í því námskeiði er nauðsynlegt að hafa lokið Badmintonþjálfara 1A og 1B.

Námskeiðið er 20 kennslustundir og má gróflega áætla að tímasetningar þess verði föstudag kl. 18-23, laugardag kl. 9-16 og sunnudag kl. 9-14.

Kostnaður

1C kr. 10.000.

Badmintonbókin – Kennsluskrá BSÍ eftir Kenneth Larsen er innifalin í námskeiðsgjaldi Badmintonþjálfara 1A. Bókin er notuð til kennslu á öllum þjálfaranámskeiðum BSÍ. Í lausasölu kostar bókin 5.000 kr.

Inntökuskilyrði Lágmarksaldur til þátttöku í þjálfara 1 er 16 ár. Til að geta tekið þjálfara 1B þurfa þjálfarar að hafa lokið námskeiði 1A og til að geta tekið 1C þarf að ljúka bæði 1A og 1B. Að stigi 1 loknu á þjálfarinn að geta skipulagt og stjórnað æfingatíma hjá börnum og unglingum á byrjendastigi.

Íþróttahreyfingin hefur samræmt kerfi er við kemur menntun þjálfara. ÍSÍ sér um að kenna almennan hluta námsins en BSÍ sér um sérhæfðan badmintonhluta. Upplýsingar um almennan hluta ÍSÍ má nálgast á heimasíðunni www.isi.is.

Badmintonhreyfingin á Íslandi er ekki mjög stór og því ekki oft hægt að halda sömu námskeiðin. Við hvetjum ykkur til að nýta námskeiðin sem nú verða í boði og senda unga og efnilega þjálfara á námskeið ásamt þeim sem vilja rifja upp og/eða læra nýjar aðferðir.

Skráningar óskast sendar á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn og kennitölur þátttakenda ásamt upplýsingum um kennitölu greiðanda.

Síðasti skráningardagur á Badmintonþjálfari 1C er föstudagurinn 4. mars næstkomandi.

Skrifađ 3. mars, 2011
mg