Íslandsmót unglinga um helgina

Íslandsmót unglinga verður á Siglufirði og Ólafsfirði um helgina. Badmintondeild TBS heldur mótið þetta árið. U11 og U13 spila á Siglufirði en U15, U17 og U19 á Ólafsfirði. Undanúrslitaleikir í einliðaleik og allir úrslitaleikir verða spilaðir á Siglufirði á sunnudeginum.

Mótið hefst laugardaginn 5. mars klukkan 9:00. Áætluð mótslok eru sunnudaginn 6. mars klukkan 14:00. Keppendur eru 213 talsins frá 11 félögum, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBA, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir verða 450 leikir um helgina.

Á laugardagskvöldinu hefst kvöldvaka og bingó klukkan 20:30. Gist verður í Grunnskólanum á Siglufirði.

Mótsstjóri er Vignir Sigurðsson og mótsstjórn skipa Bjarki Stefánsson, Daníel Thomsen, Sigríður G. Bjarnadóttir, Broddi Kristjánsson og Margrét Gunnarsdóttir.

Á laugardeginum hefst keppni klukkan 9:00 og áætluð lok dagsins er klukkan 20:30. Keppni í U11 hefst klukkan 9:00 og áætluð lok keppni hjá U-11 er klukkan 11:00. Þá verða verðlaunapeningar afhentir fyrir þann flokk.

Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 9:00 og áætluð lok dagsins er klukkan 14:00.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Athugið að tímasetningar og niðurraðanir hafa breyst síðan mótið var birt á netinu í morgun.

Prúðasta liðið fær bikar í lok mótsins.

Skrifað 28. febrúar, 2011
mg