A-landsliđiđ safnar fyrir Kínaferđ

Íslenska A-landsliðið stendur nú í fjáröflun til að komast á HM í Kína.

Fyrirhuguð er ferð á heimsmeistaramót landsliða í Kína (Sudirman cup) 22.-29.maí.

Áætlaður kostnaður á hvern leikmann 350.000 og þarf hver leikmaður að greiða sinn hlut að fullu. Þess vegna hafa leikmenn ákveðið að vera með fisksölu alla næstu viku og rennur allur ágóði til leikmanna.

5kg. af ýsu kosta 7.500 kr. Ýsan er 1. flokks, roðlaus og beinlaus frá “Hafgæði” og afhendist fersk í frauðplastkassa. Afhendingardagur verður miðvikudagurinn 9. mars kl.18:00 í TBR húsunum við Gnoðavog 1.

Hægt er að skrá sig og greiða í afgreiðslunni í TBR og hægt er að greiða með korti.

Einnig er hægt að panta í síma 862-3772.

Með von um jákvæð viðbrögð

Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir.

Skrifađ 25. febrúar, 2011
mg