Síðasti skráningardagur Íslandsmóts unglinga er í dag

Íslandsmót Unglinga verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði helgina 5. - 6. mars næstkomandi.

Keppni hefst klukkan 10 á laugardeginum. Keppt er í öllum flokkum unglinga, U-11, U-13, U-15, U-17 og U-19.

Síðasti skráningardagur er í dag, mánudaginn 21. febrúar.

Vinsamlegast skilið skráningum inn á Excel formi til skrifstofu BSÍ, bsi@badminton.is. Smellið hér til að nálgast skráningarblaðið.

Smellið hér til að nálgast mótsboðið.

Skrifað 21. febrúar, 2011
mg