Ísland sigraði Litháen 4-1

Íslendingar báru sigur úr bítum á Litháum rétt í þessu á EM landsliða sem er í gangi í Hollandi. Þetta er fyrsti sigur Íslands á mótinu en Sviss og Holland voru ofjarlar okkar í gær og í fyrradag. Viðureignin við Litháa endaði 4-1 fyrir Ísland.

Ragna Ingólfsdóttir vann Akvile Stapusaityte örugglega 21-8 og 21-11.

Helgi Jóhannesson tapaði sínum einliðaleik fyrir Kestutis Navickas 10-21 og 13-21.

Systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn unnu Kestutis Navickas og Kristina Dovidaityte eftir oddalotu 21-15, 17-21 og 21-15.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Ragna og Tinna við Kristina Dovidaityte og Akvile Stapusaityte. Ragna og Tinna unnu 21-19 og 21-19.

Tvíliðaleik karla spiluðu Helgi og Magnús Ingi við Povilas Bartusis og Alan Plavin. Helgi og Magnús unnu 21-10 og 21-15.

Eftir viðureignir dagsins hafa allir leikir í riðlunum átta farið fram. Efstu löndin í hverjum riðli fara upp í milliriðil og hefst keppni í honum á morgun. Enn eru leikir í gangi og ekki alveg ljóst hvaða lönd fara áfram en örugglt eru að Danmörk, Búlgaría, Rússland, Frakkalnd og Þýskaland fara áfram.

Skrifað 17. febrúar, 2011
mg