Sta­a Ý ri­lum ß EM landsli­a 2011

Í dag er þriðji dagur Evrópumeistaramóts landsliða í badminton. 

Spilað er í átta riðlum og efsta landið í hverjum riðli fara áfram í úrslitariðil.  Staðan er jöfn í mörgum riðlum en efstu löndin í hverjum riðli eru núna Danmörk, Þýskaland, England, Rússland, Sviss, Frakkland, Úkraína og Pólland. 

Ísland er í fimmta riðli og etur kappi við Litháen klukkan 18 í dag.  Ísland og Litháen eru án stiga eftir tvær viðureignir. 

Smellið hér til að sjá úrslit og stöður í riðlum á EM landsliða 2011.

Smellið hér til að horfa á leikina á vefsíðu Badminton Europe.

Smellið hér til að sjá Live score leikjanna sem eru í gangi.

Skrifa­ 17. febr˙ar, 2011
mg