Afmćlishátíđ og Afmćlisblađ

Á laugardaginn var haldin afmælishátíð Badmintonsambands Íslands í TBR húsunum. Hátíðin tókst mjög vel og má það sérstaklega þakka þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning veislunnar. Mjög mikið af badmintonfólki gaf glæsilegar veitingar og stór hópur stóð í ströngu fram eftir nóttu við að gera TBR salinn sem hátíðlegastan. Badmintonsambandið þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi veislunnar kærlega fyrir aðstoðina.

Í tilefni af 40 ára afmæli BSÍ var gefið út afmælisblað þar sem stiklað er á stóru í sögu sambandsins ásamt því að viðtöl eru tekin við badmintonfólk. Blaðinu var dreyft á afmælishátíðinni en einnig er hægt að skoða það með því að smella hér.

Skrifađ 12. nóvember, 2007
ALS