Tapleikur gegn Sviss

Landslið Íslands atti kappi við landslið Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumóti landsliða í dag.

Ísland tapaði 0-5. Þetta er í 15. skipti sem Ísland keppir við Sviss í badminton og aldrei höfum við borið sigur úr bítum.

Ragna Ingólfsdóttir tapaði einliðaleik sinn gegn Jeanine Cicognini 18-21 og 10-21.

Cicognini er í fertugusta sæti á heimslistanum en Ragna í því áttugasta.

Atli Jóhannesson spilaði einliðaleik við Christian Boesiger og tapaði 13-21 og 3-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason. Þeir töpuðu fyrir Christian Bosiger og Anthony Dumartheray eftir oddalotu 13-21, 21-18 og 16-21.

Tvíliðaleik kvenna spiluðu Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir við Sabrina Jaquet og Nicole Schaller. Ragna og Tinna töpuðu einnig eftir oddalotu 21-17, 14-21 og 18-21.

Tvenndarleikinn spiluðu systkinin Tinna og Magnús Ingi Helgabörn. Þau kepptu við Anthony Dumartheray og Sabrina Jaquet og töpuðu viðureigninni 19-21 og 16-21.

Smellið hér til að sjá úrslit fleiri leikja á EM landsliða í dag.

Á morgun keppir landslið Íslands við Litháen.

Skrifað 16. febrúar, 2011
mg