Hilleröd burstađi KMB Kastrup

Hilleröd, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni spilar nú í riðli um að halda sér uppi í þriðju deild.
 
Liðið burstaði KMB Kastrup á laugardaginn 13-0.  
 
Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvíliðaleik og tvenndarleik.  
 
Tvíliðaleikinn spilaði hann mað Peter Rasmussen gegn Morten Boeck Jakobsen og Nikolaj Mammen. Magnús og Peter sigruðu eftir oddalotu 14-21, 21-17 og 21-9.  
 
Tvenndarleikinn spilaði Magnús með Sofie Skals Styrmer á móti Morten Boeck Jakobsen og Cæcilie Jakobsen.  Magnús og Sofie unnu 21-18 og 21-9.  
 
Hilleröd spilar næst gegn Herlev/Hjorten (N) laugardaginn 26. febrúar næstkomandi.  
 
Smellið hér til að sjá úrslit fleiri viðureigna Hilleröd og KMB Kastrup.
Skrifađ 14. febrúar, 2011
mg