VŠrl÷se 2 tapa­i fyrr H÷jberg

Værlöse 2, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, spilar nú í riðli um hvaða lið haldast uppi í 1. deild.  
 
Liðið tapaði fyrir Höjberg á laugardaginn 6-7.  
 
Tinna spilaði einliðaleik við Louise Gröndal Nielsen og vann eftir oddalotu 19-21, 21-16 og 21-17.   
 
Þá spilaði hún tvíliðaleik með Josephine Van Zaane á móti Louise Gröndal Nielsen og Nanna Vestergaard. Tinna og Josephine töpuðu þeirri viðureign einnig eftir oddalotu 22-24, 21-11 og 14-21.  
 
Værlöse 2 spilar næst við Humblebæk (O) laugardaginn 26. febrúar næstkomandi. 
 
Smellið hér til að sjá úrslit í fleiri viðureignum Værlöse 2 og Höjberg.
Skrifa­ 14. febr˙ar, 2011
mg