EM landsliða hefst á morgun

Evrópukeppni landsliða í badminton hefst á morgun, þriðjudaginn 15. febrúar, í Amsterdam í Hollandi. Ísland er í fimmta riðli með Hollandi, Sviss og Litháen.

Landslið Íslands skipa Atli Jóhannesson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir og Tinna Helgadóttir.

Íslendingar eiga leik fyrsta leik á morgun gegn Hollendingum, svo leik gegn Sviss á miðvikudaginn og Litháen á fimmtudaginn. Ísland hefur 14 sinnum att kappi við Sviss, unnið 12 sinnum og tapað tvisvar, fjórum sinnum við Holland og tapað öllum og tvisvar við Litháen, unnið annan og tapað hinum.

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar á EM 2011.

Danmörk er sigurvegari EM landsliða árið 2009 og er raðað númer eitt á mótinu. Danir stefna á að ná í sitt 14. gull síðan árið 1972 en þá var EM landsliða fyrst haldið. Danir hafa unnið EM landsliða átta sinnum síðan árið 1996.

Þýskalandi er raðað númer tvö inn í mótið, Englandi númer þrjú og Rússlandi númer fjögur.

Frá upphafi hafa einungis þrjár þjóðir orðið Evrópumeistarar landsliða, Danmörk 13 sinnum, England fimm sinnum og Svíþjóð tvisvar.

Skrifað 14. febrúar, 2011
mg