TBR-Garparnir Íslandsmeistarar liða í meistaradeild

TBR-Garparnir urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar liða í meistaradeild í badminton er þeir unnu TBR-Bara 5-3. Með því unnu þeir sér inn þátttökurétt á Evrópumóti félagsliða sem haldið verður í sumar.

 

Deildakeppni BSÍ 2011

 

Úrslitakeppnin var hnífjöfn fram í síðustu viðureign en ef viðureignin hefði endað með jafntefli hefði TBR-Team Thomsen orðið Íslandsmeistari liða í meistaradeild.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í meistaradeild.

Skrifað 6. febrúar, 2011
mg